Einn steinkumbaldinn í viðbót !
13.3.2010 | 18:53
Þetta er voða flott lýsing á þessu nýja hjúkrunarheimili sem á að byggja á Eskifirði! Mér er sko alveg sama hversu flott þetta hljómar, ég ætla aldrei inn á svona stofnun, hvorki gamla eða svona nýja flotta, ja samkvæmt þeim sjálfum
Hvað um fólkið sem vill vera áfram heima hjá sér, svoleiðis fólk er til og sumt fólk á meira að segja ættingja sem ekki dytti í hug að neyða viðkomandi til að fara inná stofnun ef það vill það ekki !!!!! Væri ekki nær að eyða öllum þessum peningum í að byggja út heimaþjónustuna svo fólk geti verið lengur heima hjá sér, þetta er vel hægt, hefur verið gert í öðrum löndum og ætti að vera hægt hér, myndu jafnvel skapast störf við þetta !!! Svo er nú annað, það eru allsekki allir sem vilja fara á elliheimili annarsstaðar en í sinni heimabyggð, það er vissulega fallegt á Eskifirði en það eru ekki allir sem vilja eyða síðustu árum ævi sinnar þar, jafnvel þó sé á hjúkrunarheimili sem hannað er og skipulagt frá grunni samkvæmt viðmiðum sem ráðuneytið hefur sett!!! Eitt er víst að ég ætla ekki að nota mér þennan geymslustað, né nokkurn annan af þessu tagi !!!
Fyrsta öldrunarheimilið sem reist verður út frá nýjum viðmiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sjaldan verið eins sammála þér eins og akkúrat núna !
Jónína Dúadóttir, 13.3.2010 kl. 19:25
ég læt nú sjaldan eitthvað í þjóðmálunum ná mér, en allt í kringum hvernig farið er með gamalt fólk getur gert mig brjálaða
Erna Evudóttir, 13.3.2010 kl. 20:02
Ágætu konur - þetta er algjör misskilningur - ÖLDRUNARHEIMILI ÚT FRÁ NÝJUM VIÐMIÐUM -
Nú verður allt skilgreint upp á nýtt - elli hefst þegar þú getur borgað rosa upphæðir til þess að fá aðgang - til þess að koma í veg fyrir það verður þú að borga allt sem þú átt í skatta - húsnæðið sem þú og maki þinn komuð upp með áratuga vinnu - sparnaði og ráðdeild verður tekið upp í hluta af innborgun í nýja öldrunarheimilinu - þar sem þú getur svo ekki borgað það sem á vantar - þú ert jú búin að borga það allt í skatta - þá verður andvirði húseignarinnar látið renna til ríkisins vegna fyrirhafnarinnar við umsókn þína um að komast á fyrirmyndar elliheimilið.
Hvað svo??? Nú finndu lausn - áttu ekki ættingja - flyttu til þeirra - og skammastu þín svo fyrir að lifa svona lengi - það gengur bara ekki upp.
Tillitsleysið í sumu fólki - ætli þeir séu búnir að fjarlægja vinnubúðirnar við Kárahnjúka??
Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.3.2010 kl. 20:35
Já einmitt held þeir séu búnir að taka búðirnar við Kárahnjúka en það eru eftir vinnubúðir við Reyðarfjörð
Erna Evudóttir, 13.3.2010 kl. 21:01
Skil aldrei þessi batterí og þá allra síst út frá nýjum viðmiðum, ferlega flott orðað eins og er um sumt í þessu þjóðfélgi
Birna Dúadóttir, 13.3.2010 kl. 23:05
Ný viðmið eða bara miðvið, same shit
Erna Evudóttir, 13.3.2010 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.