Kallt!
26.1.2007 | 07:37
Það er kallt að fara í sund í Svíþjóð! 6 ára dóttir mín er nýbyrjuð í sundkennslu og henni finnst það alveg æði en það sem mér finnst verst er að þennan hálftíma sem hún er ofaní vattninu skelfur hún og titrar því vatnið er svo kallt! Þetta er innilaug og vatnið er víst 29 stiga heitt segja þeir but I wonder! Ég er nú ekkert fyrir að sulla mikið í vatni nema þá heima hjá mér og á Íslandi í almennilega heitu vatni, hef farið tvisvar í sundlaug í þessu landi síðan 1990 ( það var á síðustu öld) og hélt ég næði mér í lungnabólgu í leiðinni! Jæja þá hvarf andinn sem sveif yfir vötnunum, svo var bara ein spurning, er Birna að blogga?
Athugasemdir
Það er semsagt jafnnotalegt að fara í sund í Svíþjóð eins og í sundlaugina í Gljúfurárgilinu í Höfðahverfi, upp úr miðri síðustu öld ! Veit ekki hvort Birna er farin að blogga, en ég er farin að sjá að ýmislegt getur nú gerst í þeim geiranum Það væri gaman að fá bloggslóð frá henni. Núna er snjórinn minn kominn til ykkar sá ég í fréttunum, auuuuumingja þið !
Jónína Dúadóttir, 26.1.2007 kl. 08:10
Hvað er þetta Erna??? Svíar eru ekki með "het källa" þeir eru bara með kjarnorkuver
Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.1.2007 kl. 23:09
Bara bölvaðir nískupúkar, tíma ekki að hita upp vatnið enda er rafmagnið dýrt!
Erna Evudóttir, 26.1.2007 kl. 23:17
Já og mér þótti það fyndið að kennarinn sem að kennir dóttur okkar stakk uppá því að það væri keyptur á börnin blautbúningur ?
Jens Hjelm (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 08:38
Þetta sannar bara að maður á ekki að fara í sund nema í Sundlaug Akureyrarbæjar!!! Heiti potturinn rúlar!!!
Birna ætti að byrja að blogga!
Jóhanna Pálmadóttir, 27.1.2007 kl. 13:07
Man ekki betur en að Jóka hafi skemt sér konunglega við að veiða bolta í vättern og boltinn breyttist i krabba hhehheheeheh
Jens Hjelm (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 14:36
He he...man eftir krabbaatvikinu
Var reyndar bara að meina sundlaugar...stöðuvötn eru allt annað mál, þar reikna ég með að það sé frekar kallt...en ef ég borga helling fyrir að fara í sund finns mér alveg lágmark að ég fái ekki lungnabólgu...eða hvað?
Jóhanna Pálmadóttir, 27.1.2007 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.