Hægri vindar

Eins og margir vita þá komust hægriflokkar til valda í þessu landi í síðustu kosningum (kaus þá ekki) og hér þar sem ég bý eru þeir  í meirihluta og nú byrjar ballið!  Las í bæjarblaðinu okkar í morgun að nefndin sem sér um skólamál hér í bæ hafi fært peninga sem áttu að fara til skóla sem hafa mikið af útlenskum börnum (sem þurfa þar af leiðandi mikla sænskukennslu) til skóla útí sveit þar sem er of lítið af börnum, þarf ekki að taka fram að þar eru mjög fá útlensk börn!  Skil ekki alveg tilhvers, útí sveit eru litlir notalegir skólar með fáum krökkum, kennarinn hefur nógan tíma fyrir alla meðan í sumum hverfum hérna eru stórir bekkir og ekki nógu margir kennarar!  En þetta er eiginlega bara það sem búast mátti við, þarf enginn að vera í neinu hissukasti yfir þessu!  Talandi um vinda annars, hér er kallt og ekki logn, var í klippingu í morgun og það var flott þangað til ég fór út af stofunni!  Mátti alveg vera flott aðeins lengur, kostaði hálfan handlegg!  Innbæingar eru bestir og Birna má alveg byrja að blogga!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Nei...enginn er hissa!

Birna má endilega byrja að blogga, sammála því!

Eyrarpúkabrekkusniglar eru bestir!!!

Jóhanna Pálmadóttir, 29.1.2007 kl. 14:33

2 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

He he...innbæingur + eyrarpúki = BREKKUSNIGILL = ÉG

Jóhanna Pálmadóttir, 29.1.2007 kl. 14:34

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hver er þessi Birna??

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.1.2007 kl. 16:31

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hvað segirðu ? Kaustu þá ekki ? Voru kannski Innbæingar í framboði ? Ég veit ekki hvort ég á að hætta mér út á þessa braut með ykkur Innbæinga-Eyrarpúka-Brekkusniglunum :  ég bý nefnilega NORÐAN við Glerána :-)

Jónína Dúadóttir, 30.1.2007 kl. 07:36

5 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Ninna er algjör ÞORPARI...sem er ekki gott!

Birna byrja að blogga NÚNA!!!

Jóhanna Pálmadóttir, 30.1.2007 kl. 09:40

6 Smámynd: Erna Evudóttir

Veit hvernig þetta er að búa NORÐAN við ána, fer alveg á sálina á manni! Varla búin að ná mér enn eftir þetta! Og mig minnir að Gunnar hafi hitt Birnu í myrkri fyrir mörgum árum síðan í Vogunum! En hún má endilega byrja að blogga!

Erna Evudóttir, 30.1.2007 kl. 14:24

7 Smámynd: Kaffikelling

Gaman að sjá bloggið þitt frænka :o)

Luv.........Lilja systurdóttir (Hveragerði)

Kaffikelling, 1.2.2007 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband