Enginn grautur hér!
3.3.2007 | 10:13
Netið var eitthvað að hrella mig í gærkvöldi, andinn sveif þvílíkt yfir vötnunum en þá komst ég ekki inn á bloggið
, maður hefur nú orðið pirraður yfir minna, meiri aumingjar en ég og svo frv! Var einmitt að pæla í því í gær tilhvers maður á IPod, er þetta bara flott dýrt dót eða er þetta til einhvers gagns? Í gær sat einn pabbinn í sundskólanum með svona græju og potaði í þetta í tryllingi, virtist vera að gera mjög mikilvæga hluti, var kannski bara að leggja kapal
. Nú morgunhressið mitt er meðfætt, þarf engan graut til að framkalla það
. Góða helgi allihopa!
Athugasemdir
Meiri aumingjar en þú........Ég var búin að gleyma þessu Er ekki IPod einhverskonar tónlistarspilari ? Spyr sá sem ekki veit Já ég veit að þú hefur morgunhressið innbyggt Og góða helgi handa ykkur líka
Jónína Dúadóttir, 3.3.2007 kl. 11:25
Hún dóttir mín á svona IPod græju,ég kemst mest næst því að vita hvað það er þegar ég týni það upp úr gólfinu.Rukkaðu manninn þinn um knúsið sem ég sendi ykkur þegar hann kemur.Hitti hann á samkomu í gærkv,nýkominn úr matarboði,vildi ekki viðurkenna að hann hefði verið eftirrétturinnAmen
Birna Dúadóttir, 3.3.2007 kl. 11:53
Hann er löngu kominn út af matseðlinum, maðurinn í áratuga löngu hjónabandinu En það eru þessar sem segjast "hlaupa einar".....
Jónína Dúadóttir, 3.3.2007 kl. 14:10
'eg var nætum búin að "hlaupa á mig"í gærkvöldi,ég bý jú í "svolítilli"íbúð,var alveg ein við það.
Birna Dúadóttir, 3.3.2007 kl. 17:19
Það er alltaf viss áhætta að "hlaupa einn" maður getur hlaupið svo agalega á sig. Sjáiði mig bara
Jónína Dúadóttir, 3.3.2007 kl. 17:51
Ertu orðin netfíkill Erna mín... Góða helgi
Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.3.2007 kl. 18:21
Má maður eiga þó ekki sé nema eina fíkn í ellinni
Jónína Dúadóttir, 3.3.2007 kl. 21:11
Segi það nú, alveg það minnsta að hafa eina, hvítt súkkulaði er líka gott
Erna Evudóttir, 3.3.2007 kl. 21:42
Hvað þýðir : allihoppa ?
Jónína Dúadóttir, 5.3.2007 kl. 12:56
Allir hoppa Það er nefnilega góður sænskur siður að "hoppa inn helgina", gjarnan ekki einn..."hoppsasan på sængekanten" jú nóóó
Jóhanna Pálmadóttir, 5.3.2007 kl. 13:06
Úhúhú.... Ænó
Jónína Dúadóttir, 5.3.2007 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.