Skortur á vandamálum!
7.3.2007 | 07:27
Ég las um mann í Stokkhólmi sem var að kvarta yfir einhverjum vesalingum sem stóðu útá götu og spiluðu tónlist sér til framfærslu og það sem hann var að kvarta yfir var að þeir kunnu ekki nógu mörg lög
og að þeir spiluðu of hátt! Ef þetta er stærsta vandamálið hjá viðkomandi, ef hann hefur ekkert annað til að kvarta yfir þá á hann bara ágætis líf! Skil ekki svona smámunasemi, þetta blessað fólk sem stendur heilu dagana og spilar á eitthvað hljóðfæri í öllum veðrum er bara að reyna að sjá fyrir sér! Yfir í allt annað, langar til að taka stúdentspróf í íslensku, finnst eiginlega soldið asnalegt að vera bara með þetta í sænsku! Vona bara að þeir séu ekki að nota Gísla sögu Súrssonar sem námsefni, fékk ævilangt ofnæmi fyrir þeirri bók á sínum tíma
Athugasemdir
Það er svo hægt að kvarta yfir ÖLLU Hef áreiðanlegar sannanir fyrir því að ein og aðeins ein bók er kennd fyrir stúdentspróf í íslensku og gettu hver hún er ? Nei, nei, hef ekki glóru, finnst bara flott hjá þér að ætla að gera þetta
Jónína Dúadóttir, 7.3.2007 kl. 08:12
Hey Erna,segðu MARS,mér líst vel á þessa hugmynd.Annars er einn(útlendingur að sjálfsögðu)sem spilar á nikku,fyrir utan 10-11,í öllum veðrum.Mér finnst það æði,gef honum alltaf slatta af aur.Ég hef mestar áhyggjur af því að manninum sé kalt.
Birna Dúadóttir, 7.3.2007 kl. 08:27
Vertu "gott fólk" Birna mín og gefðu honum úlpuna þína Hvað hjálpar það Ernu með Gísla Súrsson að segja MARS ?
Jónína Dúadóttir, 7.3.2007 kl. 09:18
Hún á stundum í svo skemmtilegum erfiðleikum með að bera fram r ið í mars,alveg fyndið
Birna Dúadóttir, 7.3.2007 kl. 10:43
Hvað er verið að kvarta yfir sígildum, heimsfrægum íslenskum bókmenntum hérna eiginlega...þetta er náttúrulega eðal bók og ekkert annað! Ekki segja mér að þið mynduð frekar velja að lesa þvæluna eftir eftir Laxness, Íslandsklukkuna?
Jóhanna Pálmadóttir, 7.3.2007 kl. 11:31
'Eg myndi aldrei láta nappa mig með nokkuð eftir Laxnes.Þá er nú Gísli kallinn skömminni skárri
Birna Dúadóttir, 7.3.2007 kl. 12:01
Mér er alveg sama, bara ekki Laxnes og Séð og heyrt Mig minnir nú að ég hefi einhvernveginn komið mér hjá því að lesa Gísla S. í skóla, man bara ekki hvernig
Jónína Dúadóttir, 7.3.2007 kl. 16:27
Er eitthvað verið að gera gys að málhelti mínu? Er ekki ók að vera soldið blesma á máli, er einhver steinsmuga í gangi hérna?
Erna Evudóttir, 7.3.2007 kl. 18:11
Allt í lagi að vera öðruvísi Erna mín!!!
Birna Dúadóttir, 7.3.2007 kl. 18:41
Við vitum náttulega að Birna hefur alls ekki og aldrei verið fræg fyrir neinskonar málhelti Það eina sem hefur angrað hennar ræðumennskur er þetta með að gleyma stundum að anda inn á milli Getur verið banvænt að anda ekki, en það er ekkert banvænt að geta ekki alltaf sagt ERRRRRRR
Jónína Dúadóttir, 7.3.2007 kl. 19:14
Þko þetta eþ baþa einhelti
Birna Dúadóttir, 7.3.2007 kl. 20:10
Já sammála en hvernig lýsir sér einhelti, er það að vera einfættur og haltur á hinum?
Erna Evudóttir, 7.3.2007 kl. 20:36
Getur nmaður verið annað en haltur ef maður hefur bara einn fót ? Spyr sá sem ekki veit Þetta eru samt ekki fordómar í garð fatlaðra
Jónína Dúadóttir, 7.3.2007 kl. 21:08
Ég er skrifhölt
Jónína Dúadóttir, 7.3.2007 kl. 21:09
Ég fór inn á heimasíðu safnsins í bænum ykkar og ég fylltist aðdáun ! Er það þarna sem þú vinnur ?
Jónína Dúadóttir, 8.3.2007 kl. 07:34
Er hætt þar, er núna atvinnulaus með háskólamenntun, aldrei til neinir peningar í menningargeiranum hérna! Er að pæla í að læra skjalavörslu í haust, fæ þá starfsþjálfun á safninu! Verst að þetta er kennt í Stokkhólmi, en það hlýtur að leysast! En rétt hjá þér þetta er flott safn, gott að vinna þar líka!
Erna Evudóttir, 8.3.2007 kl. 07:44
Hvernig er með fjarnám ?
Jónína Dúadóttir, 8.3.2007 kl. 07:57
Jú það er til en bara uppí Sundsvall sem er norðar en mér er hollt, svo þarf maður að koma þangað x2 á önn og vera í nokkra daga, hef engan til að vera hjá krökkunum þá! Jóka "þykist" vera upptekin með sín börn!Skil ekkert í henni
Erna Evudóttir, 8.3.2007 kl. 09:30
Við vitum alveg að hún er bara að plata, einhverskonar "Moggaskortur" að gera vart við sig hjá henni Blessuð komdu bara með börnin hingað, heimskulega langt síðan ég hef séð þau
Jónína Dúadóttir, 8.3.2007 kl. 10:58
Kem allavega með þau í sumar, sjáum til með haustið.
Erna Evudóttir, 8.3.2007 kl. 12:54
Komið þið öll ?
Jónína Dúadóttir, 8.3.2007 kl. 14:54
Ég vil fá svör við þessari spurningu líka og þá hvenær komið þið??????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????
Birna Dúadóttir, 8.3.2007 kl. 20:00
Svaraðu þessu, svaraðu þessu, svaraðu þessu.......... Ég hætti ekkert fyrr en þú svarar Geng aftur og heimsæki þig í draumum/martröðum þínum og ... Nei trúlega ekki alveg strax, en samt ; svaraðu þessu
Jónína Dúadóttir, 8.3.2007 kl. 21:45
Sko ég og amk 4 krakkar, veit ekki með Einar fer eftir því hvort hann fer eitthvað að vinna Nú hvenær, reynum fyrir 17.júní en verðum að vera komin tilbaka fyrir 22.júlí, Axel að fara á eitthvað fótboltamót í Danmörku!
Erna Evudóttir, 8.3.2007 kl. 22:35
Ok gott mál og gaman
Jónína Dúadóttir, 8.3.2007 kl. 23:12
Og hversu marga daga erum við að tala um uppí Sundsvall? Er nú til í að leggja ýmislegt á mig og mína familíu til að þú fáir að upplifa "fegurð norðursins". Veit að maðurinn minn er sammála
Jóhanna Pálmadóttir, 9.3.2007 kl. 14:49
4-5 daga x2 á önn, sem mér finnst svolítið mikið miðað við að þetta er fjarnám! Fegurð norðursins er víst í Härnösand en ekki Sundsvall, same shit .......!
Erna Evudóttir, 9.3.2007 kl. 16:12
Allt fyrir norðan Stokkhólm er fallegt
Jóhanna Pálmadóttir, 9.3.2007 kl. 21:06
Hæ hó jibbi jei,á ég þá að koma til þín fyrir 17 júni
Birna Dúadóttir, 9.3.2007 kl. 22:06
Ja ég ætlaði nú eiginlega að reyna að vera komin til Íslands fyrir sautjándann
Erna Evudóttir, 10.3.2007 kl. 07:33
Ég veit,bara að grína í þér.Það verður gaman þegar þið komið.Skylda að mæta á kaffihúsa-rölt-ballið sem ég ætla að skipuleggja.
Birna Dúadóttir, 10.3.2007 kl. 19:25
Ég er farin að halda að Erna hafi gleymst í kirkju Heilagrar Birn... ég meina Birgittu Eeeeernaaaaa
Jónína Dúadóttir, 12.3.2007 kl. 20:20
Komdu undan kirkjubekknum Erna,þetta er bannað
Birna Dúadóttir, 12.3.2007 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.