Brjálað að gera?
2.4.2007 | 11:31
Ég var sko að ryksuga ALLA íbúðina þeas ca 106 fermetra, hélt þið þyrftuð að vita það
! Nú þorparinn er duglegasti bloggarinn þessa dagana þrátt fyrir að nettengingin sé ekki fengin á alveg heiðarlegan hátt, hvar er hinn góðkunningi lögreglunnar þessa dagana?
Annars er bara allt í góðu hérna hjá mér, veðrið mætti að vísu vera betra, það er hvasst og þá hefur sólin lítið að segja! Skemmtið ykkur vel!
Athugasemdir
Þorparinn væri miklu duglegri ef hin óheiðarlega fengna nettenging væri ekki alltaf að detta út og inn Hm... hinn góðkunninginn er sjálfsagt að jafna sig eftir gestaganginn í gær
Jónína Dúadóttir, 2.4.2007 kl. 12:29
Mætt á svæðið loksins,stefni í að vera með eitthvað næstu daga.
Birna Dúadóttir, 2.4.2007 kl. 17:51
Býrð þú í rými,eins og ég?
Birna Dúadóttir, 2.4.2007 kl. 18:21
Á nú bara góðar minningar úr rýminu fermingarárið hans Inga Stefáns, er nú bara nokkuð gott pláss hérna ef við værum ekki svona mörg
Erna Evudóttir, 2.4.2007 kl. 19:47
Þú meinar.Baðherbergið mitt er eiginlega bara skápur,enda er ég alltaf að koma út úr skápnumEr samt búin að komast að því að þar inni geta verið í einu,tvær vel fullar konur á trúnó,og skipt um föt í leiðinni.Og svo auðvitað,eða nei segi ekki frá því hér
Birna Dúadóttir, 2.4.2007 kl. 23:54
Stærðin skiptir ekki máli, heldur notagildið. Mér líst vel á rýmið hennar Birnu og láti enginn gabbast þegar hún talar um að hún sé léleg húsmóðir! Hlýlegt , vistlegt, hreint og býður mann velkominn. Það er ekki hægt að gera betur
Jónína Dúadóttir, 3.4.2007 kl. 11:12
Sko, það er ekki bara notagildið heldur það mikilvægasta er cm/sek... trust me ...eða eins og sagt var í einhverri frægri mynd: "It's not the size of the ship that matters, it's the motion of the ocean..."
Jóka over and out!
Jóhanna Pálmadóttir, 3.4.2007 kl. 11:53
Takk fyrir hólið,líður ekki alltaf að það sé svona heima hjá mér,eiginlega bara á jólunum,sem er þá gott
Birna Dúadóttir, 3.4.2007 kl. 12:41
Ég er komin heim í sól og vor(held ég) Gott að vera komin heim Nú fer ég að græja herbergi fyrir gesti sem hringdu þegar við vorum á leið norður
Jónína Dúadóttir, 4.4.2007 kl. 17:47
Velkomin heim í heiðar(Glerár)dalinn
Erna Evudóttir, 4.4.2007 kl. 18:34
Stærðinn skiptir máli íbúðinn er 117 ferm sakna ykkar love u
Jens Hjelm (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 10:16
Oh shit þá var ég að ryksuga mikið meira en ég hélt
Erna Evudóttir, 5.4.2007 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.