Páskafrí?
5.4.2007 | 18:28
Tek nú ekkert mikið eftir því að það er páskafrí þar sem ég vinn ekki nema þá í sjálfri mér, nú svo set ég í þvottavél annað slagið og gef köttunum að borða! Jú tek eftir því að krakkarnir eru meira heima nema Einar sem er í Jönköping að leita að rótunum og gengur bara nokkuð vel held ég
. En núna ætla ég að fara að horfa á CSI sem btw er eiginlega eini þátturinn sem ég horfi reglulega á, nóg af blóði og dauðu fólki, passar mér fínt! Gleðilega páska gott fólk!
Athugasemdir
Jamm þú ert svona eins og ég,gerir varla nokkuð heima hjá þér,ekkert nema letin,börnin ganga sjálfala,mennta sig sjálf,daaah.Gleðilega páskahænu
Birna Dúadóttir, 5.4.2007 kl. 18:55
Jamm ég veit alveg að það er alls ekkert að gera hjá mæðrum sérstaklega ekki þegar þær eiga 5 börn ! Páskarnir eru á sunnudaginn
Jónína Dúadóttir, 5.4.2007 kl. 20:01
Takk stelpur, fékk meira að segja sms frá að ég held Robba bróðir áðan með danskri! páskakveðju
Erna Evudóttir, 5.4.2007 kl. 21:36
Er ekki allt gott að frétta úr Danaveldi,Kona börn og dýr í góðum málum
Birna Dúadóttir, 6.4.2007 kl. 10:58
Jú held bara að allir séu í stuði þar
Erna Evudóttir, 6.4.2007 kl. 12:02
Það passar að allir séu í stuði með Guði, þessa dagana er það ekki ?
Jónína Dúadóttir, 6.4.2007 kl. 14:44
Jú maður reynir að halda sig í því en engin kirkjuferð fyrr en á sunnudaginn
Erna Evudóttir, 6.4.2007 kl. 17:27
Ég fer ekki í kirkju aftur á þessu ári, ef Guð lofar
Jónína Dúadóttir, 6.4.2007 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.