Að vera með!
12.4.2007 | 06:36
Ég er voða mikill stólpi hérna í hverfinu mínu
og þarf þar af leiðandi að mæta á allskonar fundi í sambandi við leikskólann og skólana hérna og er búin að vera á tveim fundum þessa viku! Stundum hugsa ég um afhverju ég sé að eyða tíma í þetta, við foreldrar eigum endilega að koma með hugmyndir og stinga uppá hvað sé hægt að gera fyrir krakkana og hvað sé hægt að laga en svo þegar til kemur þá eru ekki til neinir peningar eða bara ekki hægt að gera neitt! Þetta er voða þreytandi en ég hætti sjálfsagt ekkert að vera með fyrir því, ég sé hlutina stundum aðeins öðruvísi en svíarnir og það er alltaf gott ef allir hugsa ekki eins! En yfir í uppáhaldsumræðuefnið, veðrið er bara að verða alveg frábært hérna, á að vera amk 20 stiga hiti um helgina, ekkert nema gott um það að segja
góða skemmtun í dag gott fólk!
Athugasemdir
Áfram stólpi Ég fer ekki á fundi, sofna alltaf ef ég sit of lengi við að gera ekkert Ég reyni ekki að keppa við þig um góða veðrið, en ég held samt það eigi að vera 2 stafa tölu hiti hér um helgina
Jónína Dúadóttir, 12.4.2007 kl. 07:24
Já, mínus fyrir framan þá? Hér var 17 þegar ég vaknaði!
Jóhanna Pálmadóttir, 12.4.2007 kl. 09:33
Aaarg
Jónína Dúadóttir, 12.4.2007 kl. 12:54
Mér er heitt,ég er inni
Birna Dúadóttir, 12.4.2007 kl. 19:25
Vertu bara áfram inni, spáin ekkert flott hjá þér
Erna Evudóttir, 12.4.2007 kl. 19:49
Spáin er flott hjá mér "á helginni" Vinna báða dagana + 1 fermingarveisla og halda líka áfram að rífa út úr stofunni þetta brúna ógeðslega sem er bæði í loftinu og 2 veggjum
Jónína Dúadóttir, 12.4.2007 kl. 20:49
Líka flott spá hjá mér,vinna báða dagana.Svo að þá þarf ég ekkert að vera að spá í veðrið,sem er gott
Birna Dúadóttir, 12.4.2007 kl. 21:13
Annars held ég að Erna verði næsti bæjarstjóri,eða stólpi
Birna Dúadóttir, 12.4.2007 kl. 21:15
Bæjarstólpinn, það hljómar solltið eins og gamall ljósastaur eða eitthvað sem maður bindur hundinn sinn við þegar maður fer inn í búð
Jónína Dúadóttir, 13.4.2007 kl. 06:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.