Sumar og sól!
14.4.2007 | 15:50
Það er bara svona þvílíka rjómablíðan hérna, fór með 5 krakka í lítið tívolí. Gaman þar og svo á leiðinni heim löbbuðum við gegnum skóginn og tíndum blóm og alles
. Alveg frábært að fá svona gott veður svona snemma. Var alveg að missa af Eiríki og íslenska laginu í gærkvöldi, fór bara snemma að sofa sem var gott því krakkarnir voru vöknuð um hálfátta sem mér finnst svolítill óþarfi svona á laugardagsmorgni
. En ég valdi að eiga 5 börn og þá ekki afþví að ég hélt ég myndi getað sofið út um helgar
. Svo á morgun er Eva að fara á fyrstu fótboltaæfinguna sína, allir í boltanum hérna orðið nema þá Ísak en það kemur sjálfsagt að því frekar fyrr en seinna
. And remember: Common sense ain´t common!
Athugasemdir
Yndæll dagur hjá ykkur greinilega
Jónína Dúadóttir, 14.4.2007 kl. 21:01
Kíktu á myndirnar mínar, búin að setja inn mynd af Inga, svo þú þekkir hann þegar þú kemur
Jónína Dúadóttir, 14.4.2007 kl. 21:12
Ok will do
Erna Evudóttir, 15.4.2007 kl. 05:54
Alltaf í boltanum ?
Jónína Dúadóttir, 17.4.2007 kl. 19:54
Flottar myndir
Birna Dúadóttir, 17.4.2007 kl. 20:01
Jónína Dúadóttir, 17.4.2007 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.