Kosningar í aðsigi
17.4.2007 | 21:43
Það er nefnilega það, ég veit alltaf hvaða flokk ég ætla ekki að kjósa, svo er vandamálið hvað er eftir og hvað ég á að velja! Þarf að fara annaðhvort til Stokkhólms eða Jönköping til að kjósa, svosem gaman að fara eitthvað svona í leiðinni! Mér finnst bara eiginlega allir flokkarnir á Íslandi vera eins, er voða lítið svona hægri/vinstri dæmi, lítill munur eiginlega nema þá að nafninu til! Hérna er sko alveg ljóst að Reinfeldt og hirðin hans eru virkilega til hægri, þeir ríku verða ríkari og þeir fátæku eru bara úti að skíta eins og venjulega! Nú svo annaðkvöld er fundur í skólaráðinu í skólanum hjá Evu og Ívari, það gæti orðið nokkuð gaman, þarf að spyrja skólastjórann um nokkur atriði sem gæti verið erfitt að útskýra
. Skil eiginlega ekki afhverju ég hef svona gaman að "djävlas" með fólk, kannski bara ættgengur andskoti
. En gaman er það allavega svo ég held því bara áfram
. Eat, drink and be merry
Athugasemdir
Djävlastu eins og þú getur, ættin stendur með þér
Jónína Dúadóttir, 17.4.2007 kl. 21:52
Takk held upp heiðri ættarinnar
Erna Evudóttir, 17.4.2007 kl. 22:06
Ber er hver Erna að baki nema hún eigi systur út um allt,sem standa með henni í svona málum(old innbæískt seiíng)
Birna Dúadóttir, 17.4.2007 kl. 22:07
Læt mig dreyma um það í nótt
Jónína Dúadóttir, 17.4.2007 kl. 22:08
Stjórnmálaflokkar? Æi, allt er það nú eins liðið hans Sveins og það gæti kannski líka verið old innbæískt seiíng
Jónína Dúadóttir, 18.4.2007 kl. 07:32
Talandi um Innbæinga,hefur einhver heyrt hvenær á að hittast hjá Innbæingafélaginu í sumar?
Birna Dúadóttir, 18.4.2007 kl. 23:47
Ekkert heyrt, er Hjörleifur ennþá formaður?
Erna Evudóttir, 19.4.2007 kl. 05:53
Veit ekki, en það er, held ég auglýst í Sjónvarpsdagskrá Slow town, þegar þar að kemur.
Jónína Dúadóttir, 19.4.2007 kl. 07:22
Treysti á að þú fylgist með þessu, ég er að vísu áskrifandi að Vikudegi, gæti komið þar líka
Erna Evudóttir, 19.4.2007 kl. 07:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.