Gleðilegt sumar!
19.4.2007 | 07:50
Hér er bara rammíslenskt sumardaginnfyrstaveður, rok og rigning og skítkallt! Var á skólaráðsfundi í gær og fékk að vita þar að allar áætlanir um að byggja nýjan skóla hér í hverfinu sem voru langt komnar fyrir síðustu kosningar, eru bara lagðar niður, það eru sko engir peningar til fyrir nýjum skóla hér! Að vísu er þetta bæjarfélag rekið með risastórum plús, við erum í gróða en þá peninga ætla þeir að nota í eitthvað annað, hvað veit enginn enn
. Það er sko hægt að verða pirraður yfir minna, meiri aumingjar en ég og svo framvegis! En þar fyrir utan þá finnst mér að Sumardagurinn fyrsti ætti að vera frídagur hérna í Svíþjóð allavega fyrir okkur Íslendinga, margir aðrir minnihlutahópar fá frí á sínum hátíðisdögum
. Sé alveg fyrir mér svipinn á liðinu ef ég færi fram á það í skólanum hjá krökkunum að þau þyrftu að fá frí á svona dögum, þeim finnst nefnilega að við séum ekki alvöru útlendingar, meira sænsk en nokkuð annað
. Spakmæli dagsins er: Sum mistök eru alltof skemmtileg til að gera þau bara einusinni
Athugasemdir
Gleðilegt sumar heillin og ég bókstaflega elska spakmæli dagsins hjá þér.Bjargaði deginumMæli með því að þú farir fram á frí á þessum degi.Það er flott veður hjá mér,sól og sæla.Gæti þó verið gluggaveður,Sylvía fer í skátagönguna í dag,kalt líklega
Birna Dúadóttir, 19.4.2007 kl. 10:32
Algjört möst að hafa frí á sumardaginn fyrsta, þó ekki væri nema vegna þess að það er yfirleitt of kalt til að fara útSpakmælið er flott og eftirbreytnivert líka
Jónína Dúadóttir, 19.4.2007 kl. 10:39
"Eftirbreytnivert "! Er þetta íslenskt orð ?
Jónína Dúadóttir, 19.4.2007 kl. 10:40
Rammíslenskt,eða við segjum það,þær hinar eru hálfsænskar og geta ekki sagt mars
Birna Dúadóttir, 19.4.2007 kl. 10:45
Það er ekki til eftirbreytni að leggja fólk í einelti fyrir svísku þess
Erna Evudóttir, 19.4.2007 kl. 12:56
Æi bara einelti á annari hverri síðu ! Verðum að reyna að gera betur
Jónína Dúadóttir, 19.4.2007 kl. 20:38
Erna mín, þú VEIST alveg, til hvers kosningaloforð eru, er það ekki?
Jónína Dúadóttir, 20.4.2007 kl. 08:39
Segðu mars segðu mars segðu mars=einelti
Birna Dúadóttir, 20.4.2007 kl. 12:15
Eð hún þmámælt hún Eðna ?
Jónína Dúadóttir, 20.4.2007 kl. 13:12
Nei hún er einelt
Erna Evudóttir, 20.4.2007 kl. 18:14
Hætt að einelta þig í bili greiið mitt, núna ætla ég að fara að einelta snjóinn hérna úti með skóflu eða hárblásara eða bara einhverju sem virkar
Jónína Dúadóttir, 21.4.2007 kl. 08:11
Ninna ertu kominn inn úr skaflinum eða renndiru þér bara niðrí bæ?
Erna Evudóttir, 21.4.2007 kl. 18:48
Hí hí mokaði snjónum af stéttinni svo að iðnaðarmennirnir mínir gætu svínað út úti með söginni Það er svo vitlaust að gera í "handlanginu" hjá mér að það er ekki einu sinni tími til að blogga
Jónína Dúadóttir, 21.4.2007 kl. 20:01
Alltaf í boltanum Erna mín ? Tengdadóttir alnöfnu minnar var að reyna að hringja í þig, þú varst ekki heima
Jónína Dúadóttir, 22.4.2007 kl. 15:41
Er líka svona gott veður hjá þér eins og Jóku ? Má ekki senda mér eitthvað af því, þurfið þið endilega að nota það alltsaman
Jónína Dúadóttir, 24.4.2007 kl. 06:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.