Allt hvarf
6.5.2007 | 18:12
Var búin að skrifa alveg helling af engu áðan og það bara gufaði upp svo núna verð ég sjálfsagt að fara að skrifa um kosningarnar í Frakklandi eða veikindi forsetans en það verður nú ekkert af því! Sólin skín þvílíkt á hina réttlátu hérna, þeas mig og mína og það er bara gaman! Er bara þreytt þessa dagana, þreytt á þvotti, uppvaski (les uppþvottavél), matarstússi, ryksugunni og þreytt á sjálfri mér ekki minst! En það hlýtur að lagast með hækkandi sól eða við segjum það allavega! Have fun!
Athugasemdir
Ég er tvisvar sinnum búin að skrifa í dag og þegar ég ætla að fara að birta það, kemur upp setningin: ekki tókst að afdúlkóða færsluna. Fari það í helv... Annars er allt gott að frétta, við erum að verða búin að leggja parkettið
Jónína Dúadóttir, 6.5.2007 kl. 20:50
Þetta kom fyrir mig um daginn og það var sko ekkert smá gáfulegt sem ég var búin að skrifa.Og þar með var það farið.
Birna Dúadóttir, 7.5.2007 kl. 00:08
Ég mæli með því að þú skrifir í words og færir síðan afrit af því á bloggið þitt. Ég geri það alltaf... bara svona til öryggis.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.5.2007 kl. 09:58
Sko Gunnar....hvernig gerir maður það ?
Jónína Dúadóttir, 7.5.2007 kl. 11:46
Gunnar er með allt á hreinu alltaf
Erna Evudóttir, 7.5.2007 kl. 14:41
Ekki spurning
Jónína Dúadóttir, 7.5.2007 kl. 21:45
Góð hugmynd Gunnar, maður getur það í WordPad líka, eða hvað? (Skammast mín fyrir að segja það en er því miður ekki með words )
Jóhanna Pálmadóttir, 8.5.2007 kl. 11:22
Hah ég skil ekki word af því sem þið eruð að tala um
Birna Dúadóttir, 8.5.2007 kl. 21:08
Úff ekki ég heldur
Jónína Dúadóttir, 8.5.2007 kl. 21:34
Þið eruð ótæknilegir asnar, fröknar!
Jóhanna Pálmadóttir, 9.5.2007 kl. 14:30
Eeeen...ef maður sleppir þessu með wordið þá getur maður notað púkann, og það er soldið kúl!!!
Jóhanna Pálmadóttir, 9.5.2007 kl. 14:31
Sjálf geturðu verið púki góða mín
Jónína Dúadóttir, 9.5.2007 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.