Ætti að vera sofnuð
15.8.2007 | 22:43
Ég veit að ég fer alltof seint að sofa, alltaf, en ég er dálítið háð því að vera ein, svo ég vaki oft of lengi eftir að krakkarnir eru sofnaðir, sem er gott/ekki gott fyrir mig
. Talaði við Natalie nöfnu mína í kvöld og hún sagði mér að hún væri að fara til Gautaborgar og þar ætlar hún að hitta apa og hákarla, mér finnst nú kannski einum of að kalla ættingja sína þessum nöfnum en hvað veit ég hvað Jóka kennir henni
. Nú hér er rigning og slökkt á ljósastaurunum, held það sé nú ekkert samband þar á milli en mikið djö.... verður dimmt hérna í þessu blessaða landi sérstaklega þegar það er slökkt á ljósastaurunum! En nóg um það, ætla að hætta þessu núna, ég ætla að hleypa kettinum út og svo ætla ég að fara að sofa, have fun people
Athugasemdir
Hey hver slökkti ljósið
Birna Dúadóttir, 15.8.2007 kl. 23:22
Hlýtur að hafa verið Ninna
Erna Evudóttir, 16.8.2007 kl. 07:36
Hún er soddan hákarl
Birna Dúadóttir, 16.8.2007 kl. 08:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.