Gleraugu
16.8.2007 | 15:12
Var með Evu hjá augnlækni í dag og fór svo í gleraugnabúðina til að láta hana velja sér ný gleraugu sem hún og gerði og hún fær 2 pör af gleraugum sem er gott og þetta kostaði alltsaman 10.000 kr íslenskar sem mér finnst bara ágætis verð, líka vegna þess að það eru bara Einar og Ísak sem ekki nota gleraugu í minni fjölskyldu
. Nú svo hringdu þær úr vinnunni í dag og spurðu hvort ég gæti komið í næstu viku, því miður get ég það, það er svo heiladautt að vinna þarna að það er ekki fyndið en maður verður víst að gera meira en gott þykir, gvöð en gáfuleg íslensk saying
. Jæja nóg um mitt niðurdrepandi atvinnuástand, góða skemmtun í vinnunni sem og annarsstaðar
Athugasemdir
Heilsur fra okkur ollum, Kata er i sturtu og eg kann ekki ad finna islenska lyklabordid
Jónína Dúadóttir, 16.8.2007 kl. 16:47
Hverjum finnst gaman að vinna... Eina ástæðan fyrir því að ég fer í vinnuna er til að hafa efni á að vera í fríi
Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.8.2007 kl. 16:55
Aldrei alltaf leiðinlegt, bara stundum og auðvitað vinn ég, til dæmis, til að fá peninga, ekki af hugsjón
Jónína Dúadóttir, 16.8.2007 kl. 16:59
Mér finnst geggjað gaman í vinnunni!!! Í alvöru, ég elska vinnuna mína!!! PS: Er ekki að vera kaldhæðin, er að meina það!
Jóhanna Pálmadóttir, 16.8.2007 kl. 17:54
Ég geri allt til að losna úr vinnunni,er td í veikindafríi núna.Og æts,ein gleraugu á Sylvíu kosta 25.000 og þá er Tryggingastofnun búin að taka þátt í kostnaðinum.Og þá er ekki innifalinn tíminn hjá lækninum.Ég held ég pakki bara niður og flytji til Sverige
Birna Dúadóttir, 16.8.2007 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.