Engin kirkjuferð í dag!
19.8.2007 | 07:37
Nei sko ekkert farið í kirkju í dag, bara að slappa af því skólinn byrjar á morgun, mér finnst það alveg frábært og ég held að krökkunum finnist það líka þó það sé nú ekki talað hátt um það
Nú svo kemur Einar heim á miðvikudaginn, þá er hann búinn að vera burtu í heilar 2! vikur sem er eiginlega ekkert mjög langur tími þó mér finnist það. Okkur hefur alveg tekist að halda lífi í eðlunni hans, gefið henni allskonar kvikindi að borða, dauð og lifandi, ég hef ekki gefið henni þessi lifandi, þar klikka ég alveg, mjög smámunasöm í sambandi við svoleiðis! Over and out!
Athugasemdir
Ég fór í kirkju í gær, að vísu ekki í messu, bara að skoða Dómkirkjuna. Úff hvað þeir eru með svakalega mikið gyllt skraut þarna inni, en svo eru handföngin á hurðunum úr plasti
Jónína Dúadóttir, 19.8.2007 kl. 10:10
Hvernig hafði hann það á Íslandi?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.8.2007 kl. 10:44
Hann Einar hefur það sæmilegt held ég,fær að borða,að vísu bara eitthvað dautt.Ég er svona eins og Erna,eitthvað smámunasöm yfir hinu
Birna Dúadóttir, 19.8.2007 kl. 11:44
Mikið er Birna nú góð að gefa krökkunum bara dauðan mat
Jónína Dúadóttir, 19.8.2007 kl. 20:00
Hún Birna er svo gott fólk
Erna Evudóttir, 19.8.2007 kl. 20:31
Birna Dúadóttir, 19.8.2007 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.