Kirkjuferðin!
16.9.2007 | 12:13
Í dag var farið í kirkju enda sunnudagur og þá fara allir í kirkju, nei sko Eva var að syngja og Axel ætlar að láta ferma sig næsta vor svo hann varð að mæta og Ísak vissi að Stefan vinur hans yrði þarna svo hann átti líka erindi í Guðshús Ég fer nú ekkert voðalega oft í kirkju á Íslandi en minnir að fólk sé nú oftast í sínu fínasta pússi þar, ég reyni allavega að vera ekki í gallabuxum þegar ég fer í kirkju í Slow Town sama hvaða erindi ég á! Hérna er þetta með klæðnaðinn ekkert atriði, sko ef þetta eru sparifötin þeirra þá vil ég ekki sjá það sem þetta lið er í venjulega! Nú svo í morgun var þetta voða sniðug messa, maður gat td farið og faðmað bangsa ef maður vildi, það voru nokkrir bangsar á borði fyrir framan altarið, ég lét það nú bara eiga sig Það er oft svona húllumhæ í messunum hérna, ekki alveg séra Birgir eða séra Pétur hérna í eina tíð, svo langt man ég! En þetta er sjálfsagt voða sniðugt, bara ég sem er svona íhaldsöm Haldiðið andanum yfir vötnunum
Athugasemdir
Blessi þig væna mín.En af hverju viltu ekki faðma bangsann.
Birna Dúadóttir, 16.9.2007 kl. 12:35
Er þér eitthvað illa við bangsa ?
Jónína Dúadóttir, 16.9.2007 kl. 12:55
Ég sé þetta alveg fyrir mér,bangsinn að reyna að faðma Ernu,sem víkur sér fimlega undan.Endar í eltingaleik um kirkjugólfið,áhorfendur fagna
Birna Dúadóttir, 16.9.2007 kl. 14:46
Held ég sé með bangsafælni er til meðferð við því?
Erna Evudóttir, 16.9.2007 kl. 16:00
12 spora kerfi,1spor,viðurkenndu að minn bangsi var miklu flottari en þinn
Birna Dúadóttir, 16.9.2007 kl. 16:32
Ég skil ekki neitt svo ég segi bara KVITT
Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.9.2007 kl. 17:28
Nehei, hann Nonni minn er sko miklu flottari en Bidda þín
Erna Evudóttir, 16.9.2007 kl. 17:36
Afneitun afneitun,hmm
Birna Dúadóttir, 16.9.2007 kl. 18:31
Gunnar minn þú heldur ekki geðheilsunni ef þú ætlar að reyna að skilja þetta, líttu frekar í bók
Jónína Dúadóttir, 16.9.2007 kl. 20:57
Birna Dúadóttir, 16.9.2007 kl. 22:53
Ívar minn guli er besti bangsinn í öllum heiminum, hann og Bessi!!! Skil þig Erna mín, er líka svona íhaldssöm!
Jóhanna Pálmadóttir, 18.9.2007 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.