Félagsmálafrík!
26.9.2007 | 19:48
Var á foreldrafundi hjá Axel og lét plata mig í að vera í skólaráði í hans skóla líka, þetta er náttúrulega bilun! Nú svo verður hún Eva mín 7! ára á föstudaginn og við höldum upp á afmælið hennar á laugardaginn og hún er búin að bjóða 10! stelpum, hjálp! Fyndist nokkrum skrítið þó afmælið varaði bara í klukkutíma eða kannski bara korter? Þetta er ekki alveg mitt uppáhald að hafa ofan af fyrir fullt af krökkum í fleiri tíma, gleymdi að reikna með þessu áður en ég ákvað að eignast börn
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.9.2007 kl. 20:09
Já ég held ég samhryggist bara líka, sko mér persónulega fyndist korter allt í lagi
Jónína Dúadóttir, 26.9.2007 kl. 20:13
Tí hí ég er búin með þennan pakka,skemmtu þér
Birna Dúadóttir, 27.9.2007 kl. 12:19
Takk fyrir stuðninginn á þessum erfiða tíma í lífi mínu
Erna Evudóttir, 27.9.2007 kl. 12:35
Ekki málið,ég get strítt þér á þessu amk næstu tíu árin
Birna Dúadóttir, 27.9.2007 kl. 21:45
Svakalega ætlarðu að vera góð við hana, bara í tíu ár....... Hey ég er annars komin aftur, mikið saknaði ég ykkar....
Jónína Dúadóttir, 27.9.2007 kl. 22:10
Hvað varstu að þvælast kona.Það er svo erfitt að vera ein um að stríða Ernu
Birna Dúadóttir, 27.9.2007 kl. 23:17
Samvinna er fyrir öllu
Erna Evudóttir, 28.9.2007 kl. 05:41
Já og nú getum við strítt henni tvöfalt aftur
Jónína Dúadóttir, 28.9.2007 kl. 06:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.