Eva er 7 ára í dag!
28.9.2007 | 11:13
Já það eru sko 7 ár síðan hún fæddist og sá þá meðal annars til þess að Einar stóri bróðir þurfti að fara einn að fá sér strípur sem hann aldrei hafði gert áður, greyið litla en hann hefur nú alveg náð sér eftir það, hefur að vísu ekki fengið sér strípur síðan, hmmm
En á morgun er afmælisveislan sem Einar verður því miður ekki með í því hann er að fara til Stokkhólms að keppa í MMA held ég það heiti, það eru svona slagsmál undir eftirliti, mér ekki að lítast á það, fer ekki með, get ekki horft á einhvern lemja son minn þó hann lemji tilbaka, myndi sjálfsagt hoppa inn í hringinn og taka í viðkomandi sem er sjálfsagt 2 metrar á hæð og 3 á breidd
. Nei þetta hlýtur bara að ganga vel hjá honum! Er eitthvað voða stressuð þessa dagana, erfitt að fá skipulagið að virka, ekki nógu margir tímar í sólarhringnum og of mikið að gera, lagast sjálfsagt fyrir jól
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.9.2007 kl. 11:16
TIL HAMINGJU EVA BJÖRK
Jónína Dúadóttir, 28.9.2007 kl. 12:07
Til hamingju með skvísuna
Birna Dúadóttir, 28.9.2007 kl. 23:37
Takk fyrir það gott fólk
Erna Evudóttir, 29.9.2007 kl. 06:56
Já, til hamingju að sjálfsögðu! Hafði ekki tíma til að fara í tölvuna í gær, var upptekin við að senda elstu dóttur mína til þessarar stressuðu konu, og versla afmælisgjöf handa Evu og líka öðrum eldri ættingja sem er mjög ung kona samt og verður 30(!??) í næstu viku
Jóhanna Pálmadóttir, 29.9.2007 kl. 13:40
AAAAAAAAAAA ? Hvað ertu að meina Jóka mín, hver er að fara að eiga ammæli og verður þrjátíu og eitthvað aðeins meira ?
Jónína Dúadóttir, 29.9.2007 kl. 13:59
Æi, einhver kelling á Akureyri, mundi heimilisfangið hennar en man ekkert hvað hún heitir, vona bara að pakkinn komist á réttann stað
Jóhanna Pálmadóttir, 29.9.2007 kl. 14:04
Elskan..... grrr....ég kannast ekkert við neina kellingu.... En ég veit um eina sem er miklu yngri en Erna og hún er rosalega spennt að fá pakkann
Jónína Dúadóttir, 29.9.2007 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.