Smá samúð hérna takk!
8.10.2007 | 11:50
Ég er sko lasin, alveg svakalega kvefuð, illt í hálsinum, með hausverk og alles, bara allan pakkann, var meira að segja með hita um helgina, er örugglega jafn lasin og karlmenn verða oft
En ég hef eiginlega ekki tíma fyrir þetta, þarf að skila ritgerð fyrir 24.okt sem ég btw er ekki byrjuð á og krakkarnir þurfa ennþá að fá að borða og hjálp með heimanámið þó ég sé lasin, skrítið
En veðrið er æðislega gott, virkilega fallegt haustveður, mig langar næstum því að fara að labba út í skógi
Þetta gæti verið verra, bless í bili
Athugasemdir
Samúðarkveðjur.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.10.2007 kl. 11:59
Takk Gunnar vissi að ég gæti treyst á þig
Erna Evudóttir, 8.10.2007 kl. 12:17
Æi greyið mitt, núna mundi ég alveg vilja koma og hjálpa þér
Jónína Dúadóttir, 8.10.2007 kl. 12:44
Finn fyrir þér heillin,megi þér batna sem fyrst væna og fara að líða betur ljúfan
Birna Dúadóttir, 8.10.2007 kl. 18:29
Takk stelpur, þetta hlýtur að fara að lagast
Erna Evudóttir, 8.10.2007 kl. 21:42
Hvernig líður þér í dag vina ?
Jónína Dúadóttir, 9.10.2007 kl. 07:04
Aðeins betur, á að fara í skólann í dag en sleppi þvi sjálfsagt, enginn er ómissandi
Erna Evudóttir, 9.10.2007 kl. 08:11
Trúðu mér, það flýtir verulega fyrir batanum að skrópa, þó ekki sé nema einn dag
Jónína Dúadóttir, 9.10.2007 kl. 08:33
Og svo fórstu út að ganga með tannburstann
Birna Dúadóttir, 10.10.2007 kl. 12:19
Er það nýjasta nafnið á hundinum ?
Jónína Dúadóttir, 10.10.2007 kl. 21:23
Ja sko hann þekkir eiginlega ekki alveg nafnið sitt, kemur líka þegar maður kallar Bimbo eða Jumbo eða þá bara tannbursti, greyið hann er bara ca 8 ára og fyrir utan það frá Motala
Erna Evudóttir, 11.10.2007 kl. 08:20
Nú frá Motala já já já þá skil ég þetta alveg ( Að vísu ekki, en maður verður nú að sýnast vera með......... )
Jónína Dúadóttir, 11.10.2007 kl. 08:50
Motala,er það sími
Birna Dúadóttir, 11.10.2007 kl. 18:08
Nei sko að vera frá Motala er eins og að vera frá td Ólafsfirði
Erna Evudóttir, 11.10.2007 kl. 20:58
...eða Grenivík
Jónína Dúadóttir, 11.10.2007 kl. 21:56
Birna Dúadóttir, 11.10.2007 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.