Köttur fæst gefins!
1.12.2007 | 09:00
Sko hún Halla litla sem Einar fann í runna í fyrrasumar er alveg að gera allt vitlaust hérna, td í nótt hljóp hún í hringi í fleiri tíma, sem er ekki gott þar sem við sofum venjulega á nóttunni Svo gerir hún aumingja Addó vitlausan úr hræðslu og eltir hann um allt, hann er að vísu helmingi stærri en hún en hann veit það ekki, hann veit eiginlega mest lítið en er amk góður við alla En svona burtséð frá þessum kattamálum þá er nóg að gera í dag, fullt að gera hjá krökkunum og svo í kvöld einhverntíma ræðst ég á geymsluna og reyni að finna aðventuljós og einhverja kertastjaka, jólin koma nú eftir 23 daga hvort sem ég finn þetta eða ekki, ég er nokkuð viss um það Gangið hægt um gleðinnar dyr, aðgát skal höfð í nærveru sálar
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.12.2007 kl. 11:09
Ha ha ég sem hélt að það væri bara ég sem ætti vitlausa ketti
Birna Dúadóttir, 1.12.2007 kl. 11:13
Ekki ætla ég að bjóðast till að taka köttinn þinn heillin, minn kisi er svo virðulegur og rólegur
Jónína Dúadóttir, 1.12.2007 kl. 13:15
Gastu sofið eitthvað í nótt fyrir trylltum jólaketti ?
Jónína Dúadóttir, 2.12.2007 kl. 08:57
Já hún var bara nokkuð spök í nótt en við Ísak hóstum saman alla nóttina svo hún Halla mín hefði nú alveg getað verið með læti!
Erna Evudóttir, 2.12.2007 kl. 12:44
Voðalegt pestarbæli er þetta þarna hjá ykkur, samúð, samúð, samúð
Jónína Dúadóttir, 2.12.2007 kl. 16:00
Takk fyrir, erum vonandi ad hressast
Erna Evudóttir, 2.12.2007 kl. 23:00
Finnst þú eiga inni hjá mér að ég bjargi ketti frá þér, en því miður á ég allt of mikið af dýrum sem hún gæti verið að upplifa sem mat!!! Ef þú getur kennt henni að láta nagdýr í friði er ég til í að taka hana...hahaha
Er ekki farin að nenna að hugsa um að leita að aðventuljósi og þessháttar drasli, alltof þreytt og ólétt eitthvað...
Jóhanna Pálmadóttir, 3.12.2007 kl. 06:51
Æi Jóka mín þetta er verst fyrst.....
Jónína Dúadóttir, 3.12.2007 kl. 07:13
Góðan daginn systir góð, ertu búin að kíkja á myndirnar af eldhúsglugganum mínum ?
Jónína Dúadóttir, 5.12.2007 kl. 07:27
Geggjaður gluggi úti og inni
Erna Evudóttir, 5.12.2007 kl. 22:46
Takk fyrir það elsku krúttið mitt
Jónína Dúadóttir, 6.12.2007 kl. 07:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.