Kristin trú!

Ég er nú ekkert mjög trúuð, ég trúi á minn æðri mátt og hann hefur lítið sem ekkert með kirkjuna að gera!  Ég læt skíra börnin mín mest af því að það er siðvenja sem mér finnst mikilvægt að halda við, hefur eiginlega ekkert með kristna trú að gera!  Mér finnst gott og gaman að fara í kirkju, finnst kirkjur falleg hús þar sem mér líður vel, eru kannski umhverfisáhrif úr uppeldinuGrin   Ég hef aðeins verið að reyna að fylgjast með þessari umræðu á Íslandi um kristna trú og skólana og allt það og er ekki alveg að skilja fjaðrafokið út af þessu, þegar ég var í Barnaskólanum fórum við með Faðirvorið á hverjum degi og svo var helgistund á hverjum mánudagsmorgni og ég held ekki að neinn hafi beðið varanlegan skaða af þvíHalo   Hérna í mínu hverfi er það þannig að það er tekið meira tillit til allra annarra trúarbragða en kristinnar trúar sem ég er ekki alveg að skilja, Svíþjóð er kristið land að mestu og fullt af siðvenjum sem eru byggðar á kristinni trú og það er bara allt í lagi, það er eins og það sé ekki nógu gott og ekki mikilvægt að halda þeim við því það gæti móðgað einhverja sem eru ekki kristnirShocking  Þetta er bara bilunErrm  Vonandi eigið þið frábæran miðvikudagGrin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég hef líklega orðið fyrir þessum sömu umhverfisáhrifum og þú í uppeldinu, mér finnst alltaf svo gott að koma í kirkjur, en ekki af trúarástæðum. Gæti verið af því að við erum systur ?   Mér finnst líka gott að ganga um í kirkjugörðum, róandi og notalegt... "uppeldismengun" ? Jólin held ég svo ekkert endilega af trúarástæðum, ég hef bara gaman af því Ég móðga örugglega einhvern með því að segja þetta, en só bí it

Jónína Dúadóttir, 12.12.2007 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband