Gvöð hvað spagettí er ógeðslegt!
20.12.2007 | 08:01
Í alvöru er til eitthvað verra en spagettí? Ég vil hafa kartöflur með öllum mat, bara gott
Svona fyrir utan það er bara allt í brjáluðu stuði, verslað til hægri og vinstri, leitum að jólaskrauti til að hengja í loftið í stofunni svona eins og var til heima í Eyrarlandsvegi back in the good old days en ekkert fundið enn, verð sjálfsagt að fara í næsta bæ til að finna þetta
Nú svo þarf ég að taka niður tjaldið sem er í stofunni, ja allavega fyrir jól annars verður ekkert pláss fyrir jólatréð sem venju samkvæmt verður sett upp á Þorláksmessukvöld! Margir í mínu hverfi sem halda uppá jólin setja sko upp jólatréð um leið og aðventuljósin en nei ekki alveg mín deild! Nú svo er það minn! jólasiður að hlusta á jólakveðjurnar í útvarpinu og þá tek ég náttúrulega yfir tölvuna börnunum mínum til ómældrar ánægju, þau eru ekki alveg að skilja hvað er gaman við þessa upptalningu en þar gerist ég bara vond kona, ég vil hafa mínar jólakveðjur í friði
Góða skemmtun gott fólk og vonandi fenguð þið ekki karftöflu í skóinn
Athugasemdir
Ok tjaldið í stofunni,er það svona sænskur siðurÉg hlakka mikið til að hlusta á jólakveðjurnar,má alls ekki missa af þeim
Birna Dúadóttir, 20.12.2007 kl. 08:29
Greip líka þetta með tjaldið Jólakveðjurnar eru ómissandi og mér er alveg sama ofaná hvern ég stíg til að geta hlustað á þær
Jónína Dúadóttir, 20.12.2007 kl. 09:10
Æts aumingja Jói
Birna Dúadóttir, 20.12.2007 kl. 09:14
Jónína Dúadóttir, 20.12.2007 kl. 09:17
Þetta með tjaldið er örugglega eitthvað trúarlegt,kannski eitthvað viðkvæmt,eða kannski bjóða þau gestum þangað
Birna Dúadóttir, 20.12.2007 kl. 10:35
Já sko Jóka verður hérna með hela familjen og einhversstaðar verða vondir að vera
Erna Evudóttir, 20.12.2007 kl. 11:24
Birna Dúadóttir, 20.12.2007 kl. 13:46
Já, ætlarðu þá að hafa Jenna í tjaldinu?
Jóhanna Pálmadóttir, 23.12.2007 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.