Snjór!
25.3.2008 | 09:17
Það snjóar hérna dag eftir dag, bara yndislegt
Þetta með flutningana er alltaf að verða meira raunverulegt, þarf að fara núna í vikunni og segja upp íbúðinni, sem er gott nema þá vegna þess að þá fer að koma fólk að skoða sem mér finnst minna skemmtilegt, nenni ekki að fá eitthvað ókunnugt fólk inn til mín
Jóka er fimm ára, frábært, konan er einfaldlega snillingur
Í dag er líka vöffludagurinn í svíaríki, við förum í kirkjuna í dag og étum vöfflur, nenni ekki að gera þær sjálf
Svo hef ég verið að hugsa um hvort maður megi vera með hænur og endur ínní bæjum á Íslandi, þeas á Fáskrúðsfirði, myndi vilja hafa grísi líka en það er kannski ekki að gera sig
Skoða þetta þegar ég kem þangað, væri gaman að vera með nokkra Mikka, Jóa, Topp eða Sigurbjörgu útí garði
Athugasemdir
Endur örugglega, veit ekki með hænurnar....Ég mundi alla vega ekki vilja búa við hliðina á fólki með hænur Annars er þetta nú ekki alveg sveit sem þú ert að fara að flytja í
Jónína Dúadóttir, 25.3.2008 kl. 12:21
Næstum því sveit, er það ekki, sko allavega miðað við þar sem ég hef búið síðustu árin
Erna Evudóttir, 25.3.2008 kl. 14:40
Jú það er auðvitað alveg rétt
Jónína Dúadóttir, 25.3.2008 kl. 16:27
Sveitavargurinn reddar þessu
Birna Dúadóttir, 25.3.2008 kl. 18:02
Þetta er vísst sveit!!!
Jóhanna Pálmadóttir, 25.3.2008 kl. 21:25
Þarna skellti einn lítill sveitavargur sér inn í umræðuna
Jónína Dúadóttir, 25.3.2008 kl. 21:51
Ninna afhverju viltu ekki búa við hliðina á fólki með hænur?
Erna Evudóttir, 25.3.2008 kl. 22:02
Af því að ég þoli ekki fólk
Jónína Dúadóttir, 25.3.2008 kl. 22:17
Birna Dúadóttir, 25.3.2008 kl. 22:18
Þið eruð fyndnar
Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.3.2008 kl. 16:43
Já Gunnar minn, okkur finnst það sko líka
Jónína Dúadóttir, 26.3.2008 kl. 19:24
Það er tekið til þess
Birna Dúadóttir, 26.3.2008 kl. 19:52
Við erum fyndnustu systur ever!
Erna Evudóttir, 27.3.2008 kl. 10:02
Ójá sko
Jónína Dúadóttir, 27.3.2008 kl. 11:55
Við erum búin að kaupa húsið og fá lyklana og allt.....
Jónína Dúadóttir, 27.3.2008 kl. 12:21
Húrra!
Erna Evudóttir, 27.3.2008 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.