Bara sól og blíða!
28.4.2008 | 18:16
Var verið að segja frá því í fréttunum hérna hvað verðbólgan er mikil á Íslandi, hlaut eitthvað að ske fyrst ég er að flytja heim
annars er svo rosalega gott veður hérna að ég nenni eiginlega ekki að skrifa svo mikið
þeir spá 20 stiga hita á morgun aftur, er ekkert að láta það fara í taugarnar á mér, nóg er nú annars sem hægt er að nota í þeim tilgangi
td hvað er skrifað um hverfið mitt í blöðunum, að allir sem búa hérna séu skíthræddir við gengin sem hóta fólki og svo framvegis, ég hef búið hérna í 8 ár og hef aldrei verið hrædd við að fara út á kvöldin, geri það bara nokkuð oft, að vísu með Rambó
varðhundinn ógurlega
hann er nú ekkert smá scary
Þetta er bara svona æsifréttamennska og svo náttúrulega að fólk hugsar oft ef það sér fleiri en 3 safnast saman: aha þarna er svona gengi, hlaupum
Anyway þetta er nú bara eitt af því sem ég er að pirra mig yfir þessa dagana, to be continued
Athugasemdir
Rambó er ÓGNVEKJANDI með stórum bókstöfum!!! Sérstaklega gullfiskarnir eru scary!!! Knúsaðu hann frá mér og þakkaðu honum fyrir að vernda ykkur svona vel!
Jóhanna Pálmadóttir, 29.4.2008 kl. 11:37
Geri það, held hann bíði eftir að fá fálkaorðuna fyrir vel unnin störf í þágu íslensku þjóðarinnar
Erna Evudóttir, 29.4.2008 kl. 11:47
Sumu fólki er nú bara ekki hægt að gera til hæfis.... kvartar yfir 20 stiga hita
Jónína Dúadóttir, 29.4.2008 kl. 12:20
Rambó, nauðgaði hundinum mínum...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.4.2008 kl. 16:20
Enginn er verri þó hann sé perri
Erna Evudóttir, 29.4.2008 kl. 17:08
Gunnar minn ertu búinn að fá (h)áf(j)allahjálp fyrir greyið ? Mér skilst að Rambó þessi sé alveg risastór, agalega grimmur og allir auðvitað skíthræddir við hann..... ætli hún komi nokkuð með hann til Íslands.....
Jónína Dúadóttir, 29.4.2008 kl. 19:28
Veriði ekkert að gera grín að Rambó.Ég hef séð hann tæta í sig risahund,eða sko hann gelti hressilega á hann,sá stóri dauðhrökk við.Enda engin "smá"ógnun þarna á ferðÉg dauðvorkenni þér yfir þessum hitatölum;NOT
Birna Dúadóttir, 29.4.2008 kl. 21:08
Ég er ekkert að gera grín að Rambó hinum ógurlega, aldrei séð hann sko, en sögurnar af honum maður.... vá
Jónína Dúadóttir, 29.4.2008 kl. 22:34
Hurrðu Erdna mín, til hamingju með Fráskrúðsfirska húsið þitt
Jónína Dúadóttir, 29.4.2008 kl. 22:37
Já til hamingju,kemur Rambó ekki með sem Varðhundur???
Birna Dúadóttir, 29.4.2008 kl. 22:57
Jú enda veitir ekki af þarna í villta austrinu takk Ninna mín, skrýtið að eiga hús sem ég hef aldrei komið í, það er sjálfsagt svona að vera ríkur
Erna Evudóttir, 30.4.2008 kl. 06:55
Það er nákvæmlega svona að vera ríkur... vita ekki húsa sinna tal
Jónína Dúadóttir, 30.4.2008 kl. 07:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.