Litli sonur minn að flytja að heiman!

Já það er sorglegt en satt, Einar fær vonandi lyklana að fyrstu íbúðinni sinni í dagFrown þegar hann var búinn að skrifa undir á föstudaginn vissi ég ekki hvort ég átti að óska honum til hamingju eða ekkiErrm En þetta er voða gaman fyrir hann og það skiptir öllu máli en mér finnst þetta bara skrítið, svona stór er hann ekki, fæddist fyrir ca korteri síðan á Sjúkrahúsinu á Akureyri, pínulítill með mikið ljóst hár, núna er hann ekkert mjög lítill en ekki með neitt hár, rakar alltaf á sér hausinnLoL En thats life, þetta verður fínt hjá honum, nú svo kemur hann til Íslands í júlíLoL Nú veðrið heldur áfram að vera gott, vonandi heldur það áfram þangað til Ninna kemur, þetta er alveg snilldGrin Ívar að spila fótbolta í dag, vonandi vinna þeir þann leikSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já það er ekki nema um það bil korter síðan hann fæddist þessi yndislegi pínulitli kúturFyrir löngu orðinn miklu stærri en ég að vísu, þó það teljist víst ekkert merkilegt í sjálfu sér, í okkar fjölskylduTil hamingju elsku Einar Birgir með íbúðina og gangi þér allt í haginnHaltu í góða veðrið stúlka mín, ég er alveg að mæta

Jónína Dúadóttir, 1.6.2008 kl. 08:31

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Held með kjafti og klóm

Erna Evudóttir, 1.6.2008 kl. 09:26

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Einelti,ósanngjarnt,stofna samtök.Það var enginn að halda í góða veðrið þangað til ég kæmi.Segi mömmu

Birna Dúadóttir, 1.6.2008 kl. 14:40

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það er ekkert langt síðan hann spurði mig hvernig börn verða til og krafðist þess að ég myndi svara þessari einföldu spurningu. Strætóinn var fullur og þið hjálpuðu mér ekki...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.6.2008 kl. 16:08

5 Smámynd: Erna Evudóttir

Nei Gunnar minn við hjálpuðum þér ekki enda að springa úr hlátri en það virðist sem þið hafið komist heilir frá þessu báðir tveir sorry Birna wont happen again, enda ég að flytja héðan

Erna Evudóttir, 1.6.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband