Jákvæð í tætlur!
16.9.2008 | 08:59
Ég er svo jákvæð þessa dagana að það hálfa væri nóg, veit eiginlega ekkert afhverju enda skiptir það engu máli á meðan það virkar
Jóka var að klukka mig, er eiginlega nýbúin að upplýsa ykkur um ýmislegt um mig en get bætt við staðina sem ég hef unnið á: Tískubúð í Reykjavík, fatahreinsun í sama þorpi, sjúkrahúsið í Stykkishólmi og frystihús á Seyðisfirði!
Bara gaman að þessu, já svo erum við að fara til Svíþjóðar núna í byrjun október, Birna fáum við gistingu nóttina áður en við förum út?
Verður alveg frábært að hitta Einar, þá eru 3 mánuðir síðan ég hitti hann, agalegt að vera svona lengi frá barninu sínu, venst þessu ekki
Always forgive your enemies, nothing annoys them more
Athugasemdir
Ætlarðu að taka barnið þitt fram yfir mig ? Ég sem ætlaði að fá ykkur til að koma í afmælið mitt, en það eru svo víst fleiri sem eiga líka afmæli á svipuðum tíma þarna útiOg síðasta setningin þín... það virkar
Jónína Dúadóttir, 16.9.2008 kl. 09:18
Já veistu ég skammast mín svolítið, not verður alveg yndislegt að hitta þau bæði son minn og tengdadóttur, soldið skrýtið samt að eiga tengdadóttur Mér finnst allir krakkarnir mínir ennþá vera lítil
Erna Evudóttir, 16.9.2008 kl. 09:40
Þetta er allt í lagi, tengdadóttir þín er lítil
Jónína Dúadóttir, 16.9.2008 kl. 09:49
Að sjálfsögðu fáið þig gistingu.Alveg laukrétt með fyrirgefninguna
Birna Dúadóttir, 16.9.2008 kl. 12:26
Thanks, finnst við vera nýbúin að reka þig úr rúminu þínu
Erna Evudóttir, 16.9.2008 kl. 15:45
Ég geng nú ekki úr rúmi fyrir hvern sem er
Birna Dúadóttir, 16.9.2008 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.