Gjaldeyrisviðskipti!
28.10.2008 | 10:34
Við erum virkilega komin 20-30 ár aftur í tímann, ætlaði að leggja inn pening hjá Einari mínum og til þess að geta það þarf ég að fylla út pappír þar sem kemur fram hversvegna ég er að senda honum þessa peninga, hvað hann ætli að gera við þá næstum því og svo þarf að senda þetta suður í Seðlabankann og spyrja þá hvort þetta sé nú ók
Nú svo ætlaði ég að kaupa sænska peninga en þeir voru ekki til í mínu útibúi svo ég fór annað og þar voru til sænskir seðlar en ég mátti ekki kaupa þá því ég er ekki í viðskiptum þar
Var nú farið að sjóða sæmilega á okkur svo við hættum þessu bara þarna í gær og ég geri bara nýja tilraun í dag
Maður á að vera góður við bankastarfsmenn
Svona í framhjáhlaupi þá er ég búin að ákveða að ég ætla að prjóna sokka, hef aldrei getað það
Góðar stundir
Athugasemdir
Gangi þér vel með sokkana
Jónína Dúadóttir, 28.10.2008 kl. 12:13
Þér gengur örugglega betur með sokkana,heldur en gjaldeyriskaupin
Birna Dúadóttir, 28.10.2008 kl. 12:21
Kreppan er ykkur að kenna. - Þið fluttuð heim.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.10.2008 kl. 16:50
... og heyriði það
Jónína Dúadóttir, 28.10.2008 kl. 17:17
Já og hafðu það Erna
Birna Dúadóttir, 28.10.2008 kl. 17:42
Ég veit, er bara næstum orðin kaþólsk til að geta farið og keypt mér syndaaflausn
Erna Evudóttir, 28.10.2008 kl. 21:15
Hefurðu efni á því, það er nú kreppa
Jónína Dúadóttir, 28.10.2008 kl. 22:04
Farðu bara með tíu maríuhænur,nei bænir
Birna Dúadóttir, 28.10.2008 kl. 22:37
Heyrðu þeir taka kannski ekki við íslenskum krónum, þar er ég komin í síðan sk..
Erna Evudóttir, 28.10.2008 kl. 23:25
Sammála Gunnari
Jóhanna Pálmadóttir, 29.10.2008 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.