Sjóræningjar!
22.11.2008 | 11:00
Finnst athyglisvert að lesa um að nýi þjóðaratvinnuvegur Sómalíu sé sjórán
Þekki þó nokkuð marga Sómali og þeir eru nokkuð friðsamir en neyðin kennir naktri konu að spinna og Sómölum að sigla út á pínulitlum bátum og ræna stærsta olíuskipi í heimi
Annað sem ég hef komist að, bílar eru ekki góðar hugmyndasmiðjur, þegar ég bjó í Svíaríki ferðaðist ég mest í strætó eða bara gangandi og mínar bestu hugmyndir, samkvæmt sjálfri mér amk, fékk ég í strætó en núna skeður bara ekkert þegar ég er á leiðinni í vinnuna, nema hvað ég er hissa á hvernig fólk keyrir en það virðist nú bara vera þjóðaríþrótt hérna að keyra eins og fífl
En yfir í annað, er að fara á tónleika í kvöld, Bjartsýnisblús á Norðfirði, verður örugglega alveg frábært, gef skýrslu um það á morgun
Jæja þarf að fara að kaupa nammi og svo á markað, var að hugsa um að gefa Rauða Krossinum notuð spariföt ef það er til eitthvað svoleiðis hér
Athugasemdir
Ætlarðu að gefa allar pilsdraktirnar þínar ?
Jónína Dúadóttir, 22.11.2008 kl. 12:21
Gefðu þeim loðfeldina tvo og sjáðu ekki eftir því Skemmtu þér fyrir mig líka á blúsnum...ÖFUND
Birna Dúadóttir, 22.11.2008 kl. 12:35
Allar draktirnar farnar og loðfeldirnir líka fer á blúsinn ef Vegagerðin gefur grænt ljós, hefur nebblega snjóað hér í dag og ekkert víst hvort Oddsskarðið er fært gestum og gangandi, hvað þá keyrandi Gæ að essu
Erna Evudóttir, 22.11.2008 kl. 17:57
Fórstu ?
Jónína Dúadóttir, 23.11.2008 kl. 05:42
Heldur betur, kom ekki heim fyrr en um miðnætti, skemmtanafíkill fram í fingurgóma
Erna Evudóttir, 23.11.2008 kl. 11:41
DjammhundurÉg fór á Deap Jimmy í gærkvöldi,hrikalega hressandi
Birna Dúadóttir, 23.11.2008 kl. 12:30
Sukkarar
Jónína Dúadóttir, 23.11.2008 kl. 12:48
Hefurðu eitthvað heyrt í Jóku Pálmadóttir Svedjehed?
Birna Dúadóttir, 25.11.2008 kl. 21:28
Nebb, var að hugsa um að hringja í hana í gærkvöldi en sofnaði bara
Erna Evudóttir, 26.11.2008 kl. 07:07
Ég lenti á sænskri símadömu í fyrrakvöld.Spurning um að þú smessir á mig númerið hennar.Einhver vitleysa í gangi greinilega
Birna Dúadóttir, 26.11.2008 kl. 07:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.