Skrýtið!
21.12.2009 | 11:36
Það er margt skrýtið og skrýtnast er að Einar minn verður ekki hjá mér á jólunum í fyrsta skipti í tuttugu og eitt ár
Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta telst nú sjálfsagt gangur lífsins og ég hef verið að reyna að hugsa það svoleiðis en IT STINKS
Oftast er mér alveg sama þó ég vaði ekki í peningum en akkúrat núna væri það fínt, þá gæti ég sent honum og Jojo miða svo þau geti komið og verið hjá okkur ! En allavega þá er Axel að koma heim um jólin og það er gott, verður heima alveg þangað til 13.janúar, gaman að því
Nú ég hef verið að reyna að komast til Slow Town síðan á laugardaginn og er ekki komin þangað enn, döööööh, en geri aðra tilraun á morgun og svo heim á Þorláksmessu eða Aðfangadagsmorgun
Nú ég hef ekki sent nein jólakort í ár, hef verið voða tóm eitthvað síðan ég kom heim frá Svíþjóð, mikið að gera í vinnunni svo ég bara gleymdi þessu alveg þangað til það var of seint, sendi bara fleiri fyrir næstu jól
Nú ég þarf að komast í klippingu og það væri nice að geta keypt mér föt fyrir jólin en ætli það bíði ekki eitthvað, mikilvægara að halda jól fyrir krakkana
Ég var að hugsa um að skrifa hérna heil ósköp um hvernig farið er með gamalt fólk á Íslandi, ég hef skoðun á því, geri það seinna, get bara sagt að ég ætla ekki að vera gamalmenni á stofnun hér, né annarsstaðar
Best að halda áfram að gera eitthvað hérna, gerist ekki af sjálfu sér !
Athugasemdir
Huh þetta er bara leiðinlegt þegar þau fara að týnast í burtu(r) En hafðu ekki áhyggjur, þetta lagast ekkert með hverju barninu Ok mín er padda núna, á þetta til víst Frábært að Axel skuli koma
Birna Dúadóttir, 21.12.2009 kl. 15:37
'Eg er óge móðguð yfir því að fá ekkert jólakort þú veist hvernig þetta er í okkar famelíu
Birna Dúadóttir, 21.12.2009 kl. 15:39
Já shit, vissi sko alveg hvað ég var að gera, móðga alla stórfjölskyldun viljandi, hehe
Erna Evudóttir, 21.12.2009 kl. 16:34
Múhaah láttu mig bara vita tímalega fyrir næstu jól
Birna Dúadóttir, 21.12.2009 kl. 16:39
Geri það, hér og nú, þú færð ekkert jólakort þá heldur, hah
Erna Evudóttir, 21.12.2009 kl. 21:19
FÆ ÉG EKKERT JÓLAKORT ??? Ógisslega móðguð...Jæja verð þá víst að láta mér nægja smá jólaheimsókn... miklu skemmtilegra... með þeim formerkjum að þið komist þá hingað
Jónína Dúadóttir, 22.12.2009 kl. 06:50
ég gleymdi að senda jólakort, ætlaði alveg að gera það sko...svo hérna koma sona jólakort á línuna bara:
Gleðileg jól og farsælt komandi ár,
ástarkveðjur
Jóka+4
Jóhanna Pálmadóttir, 22.12.2009 kl. 17:43
Æts takk fyrir kortið Jóka mín
Birna Dúadóttir, 23.12.2009 kl. 08:42
Þetta er fínt kort Jóka mín
Jónína Dúadóttir, 23.12.2009 kl. 13:41
Mikið rosalega skrifar hún Jóka vel, hafiði tekið eftir því ?
Erna Evudóttir, 25.12.2009 kl. 00:25
Já og svona falleg myndin sem hún teiknaði, framan á kortinu
Jónína Dúadóttir, 25.12.2009 kl. 06:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.