Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Hægri vindar

Eins og margir vita þá komust hægriflokkar til valda í þessu landi í síðustu kosningum (kaus þá ekki) og hér þar sem ég bý eru þeir  í meirihluta og nú byrjar ballið!  Las í bæjarblaðinu okkar í morgun að nefndin sem sér um skólamál hér í bæ hafi fært peninga sem áttu að fara til skóla sem hafa mikið af útlenskum börnum (sem þurfa þar af leiðandi mikla sænskukennslu) til skóla útí sveit þar sem er of lítið af börnum, þarf ekki að taka fram að þar eru mjög fá útlensk börn!  Skil ekki alveg tilhvers, útí sveit eru litlir notalegir skólar með fáum krökkum, kennarinn hefur nógan tíma fyrir alla meðan í sumum hverfum hérna eru stórir bekkir og ekki nógu margir kennarar!  En þetta er eiginlega bara það sem búast mátti við, þarf enginn að vera í neinu hissukasti yfir þessu!  Talandi um vinda annars, hér er kallt og ekki logn, var í klippingu í morgun og það var flott þangað til ég fór út af stofunni!  Mátti alveg vera flott aðeins lengur, kostaði hálfan handlegg!  Innbæingar eru bestir og Birna má alveg byrja að blogga!

Kallt!

Það er kallt að fara í sund í Svíþjóð!  6 ára dóttir mín er nýbyrjuð í sundkennslu og henni finnst það alveg æði en það sem mér finnst verst er að þennan hálftíma sem hún er ofaní vattninu skelfur hún og titrar því vatnið er svo kallt!  Þetta er innilaug og vatnið er víst 29 stiga heitt segja þeir but I wonder!  Ég er nú ekkert fyrir að sulla mikið í vatni nema þá heima hjá mér og á Íslandi í almennilega heitu vatni, hef farið tvisvar í sundlaug í þessu landi síðan 1990 ( það var á síðustu öld) og hélt ég næði mér í lungnabólgu í leiðinni! Jæja þá hvarf andinn sem sveif yfir vötnunum, svo var bara ein spurning, er Birna að blogga?


Kettir

Ég á 5 ketti sem er gott og þar sem ég bý í útlöndum þá er maður nú alltaf að pæla í að flytja heim en þá kemur þetta með kettina!  Fór að gamni að athuga hvað það kostar að hafa kisurnar í sóttkví við heimkomuna, þetta hlýtur að vera brandari, 160 000! íslenskar krónur fyrir 1! kött í 1 mánuð!  Hvað er þeim eiginlega gefið að éta, kavíar og kampavín með?  Þetta er náttúrulega bilun, kostar meira fyrir kettina mína í sóttkví en hvað kostar að flytja búslóðina heim!  Eins gott að ég er ekki á heimleið enn, bíð bara með það þar til kettirnir eru komnir á vit forfeðra sinna þeas hafa dáið úr elli!

Ferðalag

Var komin með blogg annarsstaðar en fór svo að skoða þetta og þetta pleis er bara mikið flottara eins og góður maður sagði, mikið meira hægt að gera!

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband