Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Jólaskreytingar!

Það er búið að skreyta voða fallega hérna niðrí bæ og meira að segja búið að kveikja á öllu saman en hvernig ætli standi á því að allar jólaskreytingar hérna eru ekki í litum, þetta er bara hvítt?  Ég vill ekkert endilega hafa blikkandi ljós í öllum litum en það er eins og það sé hreinlega bannað að hafa svona útiskreytingar öðruvísi en hvítar!  Kannski er þetta bara sænski meðalvegurinn, ekki of mikið af neinu, ekki of lítið heldur, þetta er voða synd því þetta eru voða fallegar skreytingar allavega hér í mínum bæ!  Jólin koma sjálfsagt fyrir þvíWink og svo til að ná mér í smá vorkenn (frábær íslenska) þá er ég lasin aftur, life stinks and then you dieGrin

 

When I was young I thought that money was the most important thing in life; now that I am old I know that it is. Oscar Wilde!


Allt að lagast!

Hér eru sjúklingarnir að skríða saman, kominn tími tilSmile  Það snjóar meira að segja smávegis svona í morgunsárið en það verður sjálfsagt ekkert úr þessu, krakkarnir ekkert hressir með það, vilja snjó sem vit er í en það skeður nú sjaldan hér því miðurFootinMouth  Var á einhverju jólajippó niðrí bæ í gær með krakkana og það var svosem ok nema að eini jakkinn sem ég fann og get mögulega hugsað mér að ganga í er náttúrulega úr leðri og verðið eftir því, alveg svíndýr á sænskuShocking  Nóg um það, njótið lífsins í dag, ekki mikið annað hægt að gera við mánudagaGrin

Eins og í góðri lygasögu!

Já þetta er eins og lyginni líkast þessi veikindi á Ívari, fór með hann til læknis í morgun og núna er hann víst kominn með ofnæmi fyrir pencilini, fékk allskonar útbrot og verki með þessu en fékk svo eitthvað antihistamín við því sem hann svo sofnaði af þegar hann kom heimSleeping  Ísak greyið er búinn að missa röddina og hóstar/geltir annaðslagið, það er undir þessum kringumstæðum sem maður finnur svo innilega fyrir því hvað það er gott að eiga svona mörg börnFootinMouth   Anyways þá hlýtur þetta að ganga yfir, amk fyrir jól á þessu ári!Tounge  Góða skemmtun allir, lasin og frísk!

Sunnudagur!

Hér snýst allt um veikindi, Ívar fékk pencilín en fékk svo háan hita aftur svo ég veit ekki alveg hvað ég geri í því, akkúrat núna er hann hitalaus en ef hitinn hækkar aftur verð ég að fara með hann á sjúkrahúsið, eftir 4 daga á pencilini finnst mér ekki að hann eigi að vera enn með hita! Eva hóstar enn en enginn hiti sem er gott því á morgun er hún að fara með skólanum að horfa á eitthvað leikrit niðrí bæ og hún vill nú ekki missa af þvíSmile  Axel sér um kirkjuferðina í dag, hann fór þangað kl 10 og kemur heim kl 3, fermingardæmi í gangiHalo  Og núna er ekkert og ég meina ekkert í höfðinu á mér!  Góðan og blessaðan sunnudagHalo

Stólpar!

Í gærkvöldi var ég á foreldraráðsfundi með Feysal vini mínum, bara að djóka, hann var nú bara nokkuð spakur nema hvað að hann upplýsti okkur hin um að hann heldur að exem sé smitandi, maðurinn er einfaldlega fíflDevil   Annars er heimili mitt farið að líkjast sjúkrahúsi, Ívar sennilega með lungnabólgu, Eva hóstar non stop, um síðustu helgi var ælupest í gangi, boooooooring! Þetta með ættarmót er bara snilld, sko ef við í okkar fínu fjölskyldu gætum nú komið okkur saman um eitthvað for onceGrin  Jú við erum snillingar á öllum sviðum, enda erum við sko ekki aðkomumenn á AkureyriGrin  Jæja þetta verður að duga núna, er að fara með Ívar til læknis, verið nú góð við alla sem eiga það skiliðGrin  Ps Var að horfa á Mýrina, sá einhvern sem ég kannaðist við þar, er einhver úr Pólitíættinni að deita kvikmyndastjörnu?LoL

Dr. Livingstone I presume!

Fyrirsögnin hefur akkúrat ekkert með innihaldið í blogginu að gera, rakst bara á þetta á prenti einn daginnGrin   Datt í hug þegar ég fór framhjá kirkjugarðinum hér í bæ hversu margir það eru sem lifa á hinum dauðu, þar td er blómabúð alveg við eitt hornið á kirkjugarðinum sem er mjög sniðugt þar sem margir kaupa blóm og setja á leiði látinna ættingja sinna, svo það má segja að eigandi þeirrar búðar lifi á hinum dauðuHalo   Sama má segja um mig og mína fjölskyldu lengi vel, að vísu var nú hætt að borga skrokkavís þegar ég var að alast upp en það var víst gert þegar tengdasonur Dúa póli var að byrja í bransanumHalo   Talandi um annað, dóttir Dúa var sjálfsagt eðalkona en hún faldi það vel amk fyrir barnabörnunum sínum en hún átti fjandi mikið af flottum fötum niðrí kjallara sem við prófuðum einhverntíma, gaman að þvíGrin  Ég veð nú svo úr einu í annað að meira að segja mér er hætt að lítast á!  Aðgát skal höfð í nærveru sálarHalo

Já er það!!!!

Er eiginlega nokkuð sama við hvaða lönd er verið að miða, upplifi mjög oft að jafnrétti er bara fallegt orð sem notað er rétt fyrir kosningar, allavega hér í Svíþjóð!  Ekki einusinni hjá ríkinu nú eða sveitarfélögum eru konur og menn með sömu laun fyrir sömu vinnuAngry  PrumpAngry
mbl.is Norðurlöndin standa sig best í jafnréttismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipti um skoðun!

Verð víst að viðurkenna að ofbeldi er ekkert að virka fyrir ísskápinn minn, núna er hann bara alveg hættur virka, eins og sjónvarpið, brauðristin og ýmislegt fleira hér á mínu heimili!  Heppin ég að eiga annan ísskáp sem ég get notað!  Maður á nú bara tvennt af öllu, sveimérþá!  En hætti þessu núna þarf að hringja útaf ísskápnum, þá koma þeir kannski fyrir jól! Over and outGrin

Nóvember!

Það er kominn nóbember og hérna hjá mér er rigning, grasið er ennþá grænt en laufin að vísu meira og minna farin af trjánum!  Á ennþá erfitt með hvað það vantar skýr skil milli árstíða hérna, haustið getur þessvegna verið fram í janúar ef maður er virkilega óheppinn, þetta er svolítið eins og að búa í Reykjavík, sællar minningar!Tounge  Ég hef búið nógu oft þar til að vita að ég vil ekki gera það aftur, fínn staður til að heimsækjaGrin  Nú hringdi síminn og ég man ekkert hvað ég ætlaði að skrifa hérnaShocking  Það venst!  Vona bara að þið eigið ánægjulegan laugardag, ég er að fara með Evu á Aikidoæfingu eftir 2 tíma, gaman að þvíSmile

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband