Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Ættfræði!
6.3.2007 | 07:58
Talandi um ættfræði þá er ég að ættfræðast með einum Færeyingi þessa dagana, nei rólegar bara, þetta er ættin hans Jenna sem við erum að pæla í! Það var langafi okkar í föðurætt sem stal kindum og greinilega mörgu öðru sem aðrir áttu enda var hann settur inn ca ár 1900
. Nú svo var annar snillingur sem drap einhvern uppá Naustum, það var líka í föðurættinni! En talandi um föður þá dreymdi mig pabba, hann var hress, við drukkum saman kaffi, hellt uppá á gamla mátann, sterkt og gott kaffi, þurfti hníf og gaffal á það! Gaman að þessu! Nú og veðrið verður að koma með, sólin skín og snjórinn að hverfa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Enginn grautur hér!
3.3.2007 | 10:13
Netið var eitthvað að hrella mig í gærkvöldi, andinn sveif þvílíkt yfir vötnunum en þá komst ég ekki inn á bloggið
, maður hefur nú orðið pirraður yfir minna, meiri aumingjar en ég og svo frv! Var einmitt að pæla í því í gær tilhvers maður á IPod, er þetta bara flott dýrt dót eða er þetta til einhvers gagns? Í gær sat einn pabbinn í sundskólanum með svona græju og potaði í þetta í tryllingi, virtist vera að gera mjög mikilvæga hluti, var kannski bara að leggja kapal
. Nú morgunhressið mitt er meðfætt, þarf engan graut til að framkalla það
. Góða helgi allihopa!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)