Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Einmana

Já maður er nú eitthvað einmana hérna á blogginu, frétti af Ninnu einhversstaðar austur í sveitum á einhverju brjáluðu balli eða reyndar tveimur, hefur sjálfsagt dansað frá sér allt vit! Wizard Veit ekkert um Birnu, hef samband við Innra Eftirlitið ef hún kemur ekki bráðum til byggða! Police Jóka er sjálfsagt að elda skjaldbökusúpu sem forrétt fyrir kanínusteikina sem hún ætlar að hafa í sunnudagsmatinnDevil   Stundum finnst mér að það séu bara til tvær tegundir af fólki í heiminum, fólk sem reynir að gera sitt besta, þeas reynir að koma vel fram við aðra og gera ekki neinum neitt viljandi og svo hin tegundin sem veður yfir aðra á skítugum skónum og skilur eftir sig sviðna jörð í sinum mannlegu samskiptum og heldur þessu áfram þangað til einhver stoppar þetta lið!  En það er nú þannig að þetta er nú ekki alveg svona en það koma dagar sem mér finnst þetta og það er bara allt í lagi!  Ég er nú svo heppin að hafa kynnst meira af betri tegundinni, hef bara fullt af góðu fólki í kringum mig og það er rosalega mikils virði!  Svona í restina, það er ekki gott veður í mínum útlöndum, bara kaltCrying

Nú er vatn

Sko rigningin frá Bretlandi er greinilega komin hingað, vona bara að það hafi hætt að rigna þar!  Í gær fórum við til Gunnars og Evu og það var frábært að venju, alltaf svo gaman og gott að hitta þau!  Svo fórum við líka til Jóku og sáum nýju fiskana og skjaldbökurnar þeirra, þær eru stórarCrying .  Eva varð eftir hjá þeim, náum sjálfsagt í hana í dag eða á morgun!  Nú Axel  kom heim í gærkvöldi og hafði skemmt sér feykivel í Danmörkunni.  Nú í dag er á áætlun að halda áfram að þrífa, my life sucks, nei nei ekkert mjög, eru bara nokkrir hlutir sem bara ég get breytt og ætla að breyta! Njótið lífsins það ætla ég að gera í rigningunniGrin

Pása!

Pása frá þrifunum, Gunnar alveg að gera sig, maðurinn er bara algjör snillingur!  Nú hann Einar minn og Johanna kærastan hans fara til Íslands 8.ágúst, við erum svo rausnarleg foreldrar hans að við gáfum þeim ferðina í tilefni af stúdentsprófinu þeirra, gvöð hvað við erum gott fólkShocking .  Er að reyna að klára að laga til í herberginu hans Axels áður en hann kemur heim, læt hann sjá um það annars en við fengum gesti þegar við vorum ekki heima sem ekki löguðu til eftir sig svo ég geri þetta bara.  Nú svo eru allar líkur á að Zippo okkar eignist kettlinga seinna í sumar eða haust, einhver sem vill kettling? Ekki alveg á planinu en so what, shit happens and it happens to meGrin .  Bara gaman að þessu, kettlingar voða sætir!  Þarf að kaupa mér cd spilara svo ég geti hlustað á alla diskana sem Birna lét mig fá, geri í því þegar ég er búin að þrífa restina af íbúðinni! Búin í bili, over and out!

Heima loksins

Jæja loksins komin heim, Axel farinn af stað til Danmerkur að spila fótbolta og núna get ég farið að þrífa íbúðina mína sem er alveg bráðnauðsynlegt, meira að segja ég sem ekki þjáist af tuskuæði sé það.  Gott að ég er tók með mér nýjar græjur til að skúra með, þetta verður alveg æði að skúra, getur það verið æði?  Kærastan hans Einars ætlar að koma í kvöld og elda handa okkur öllum! sem mér finns fínt, hún er góð stelpa!  Sakna Íslands og ykkar allra þarna heima, þetta er sjálfsagt aldurinn sem er að gera vart við sigWink , verð að skoða þessi mál eitthvað!  Njótið þessa sunnudags eins vel og þið getið!

Það var núna

Ok núna blogga ég, Ninna og Gunnar eru búin að klukka mig svo það er best að byrjaQ

8 hlutir um sjálfa mig!

Ég vil gjarnan vita hvaða dauðir eru skyldir mér, ekki svo naujið með þá lifandi

Ég nota sömu stærð af buxum núna eins og þegar ég var 16

Ég á 5 börn og 5 ketti

Mér finnst gaman að skoða kirkjugarða

Ég er EKKI með tuskuæði

Ég man ennþá skátaheitið

Mér finnst gaman að hekla

Ég enda sjálfsagt í pólitík

Ok þá var það búið, þetta er búin að vera alveg frábært ferðalag, ýmislegt skemmtilegt og skrýtið komið í ljós, Barnaskólinn á Akureyri heitir alltíeinu Rósinborg, það var nú eiginlega hús sem stóð við Eyrarlandsveginn en þeir eru nú ekkert í smámunum þarna í Slow Town.  Ninna er orðin yngst af okkur systrunum sem henni finnst gott!  Devil  Hef hitt mikið af góðu og skemmtilegu fólki, farið á nokkrar góðar samkomur og séð mikið af Íslandi!  Austfirðirnir verða fallegri í hvert sinn sem ég kem þangað, voða mikið í gangi þar eins og allstaðar virðist vera!  Jæja  hætt í bili, fer heim á föstudaginn, bara gott, sakna Einars litla! Flýtið ykkur hægt í dag!


Fyrir austan!

Hleyp bara nakin hérna um í fjallshlíðinni eins og Ninna um árið, held ég, Birna sagði það!  Hér er bara gott að vera, maður hittir Ívar bróðir bara hérna í beygjunni, frábært!  Er væntanleg norður á miðvikudagskvöld, fæ vonandi gistingu einhversstaðarHalo , fer svo suður 17.júlí og út 20. í rigninguna!  Góða skemmtun en gangið hægt um gleðinnar dyr!

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband