Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Enginn endir á vitleysunni!
5.9.2007 | 14:47
Á þessi blessuð kona ekkert líf? Það eru líka söfn hérna sem vilja ekki sýna myndirnar hans, mér er svosem alveg sama hvort þær eru settar upp eða ekki en þetta er nú hálfgerður stormur í vatnsglasi!
Sænskum listamanni hótað lífláti vegna Múhameðsmynda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Eitthvað sér sænskt!
2.9.2007 | 19:20
Ég á að skrifa um eitthvað sér sænskt fyrirbrigði í skólanum og eitt af því sem mér dettur í hug er það sem hægt er að lesa í blöðunum fyrir jól td : 10 ráð til að lifa af jólin með ættingjunum! Það er sko ekkert verið að grínast, þetta eru alvöru ráð! Nú eða að lenda í kaffiboði í Smálöndum þar sem þú færð einn kaffibolla og kakan er skorin í akkúrat jafn marga bita eins og gestirnir eru margir! Svo þegar búið er að drekka kaffið og borða kökusneiðina þá er farið og sest annarsstaðar og ekki reyna að taka með kaffibollann með þér og Guð forði þér frá því að spurja hvort það sé til meira kaffi, þá ertu nú búin að koma þér útúr húsi hjá því fólki, been there, done that! Best að taka fram að þetta var ekki heima hjá Gunnari og ekki heima hjá Jóku! Sjálfsagt eru ekki allir svona í Smálöndum en þó nokkrir samt þar sem ég hef verið svo heppin? að vera boðin í kaffi! Ýmislegt fleira sem mér dettur í hug að skrifa um en á bara að vera 1/2 til 1 síða svo ég verð að hafa hemil á mér!Beware of the Bear when he tucks in his shirt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)