Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Eva er 7 ára í dag!

Já það eru sko 7 ár síðan hún fæddist og sá þá meðal annars til þess að Einar stóri bróðir þurfti að fara einn að fá sér strípur sem hann aldrei hafði gert áður, greyið litla en hann hefur nú alveg náð sér eftir það, hefur að vísu ekki fengið sér strípur síðan, hmmmGrin   En á morgun er afmælisveislan sem Einar verður því miður ekki með í því hann er að fara til Stokkhólms að keppa í MMA held ég það heiti, það eru svona slagsmál undir eftirliti, mér ekki að lítast á það, fer ekki með, get ekki horft á einhvern lemja son minn þó hann lemji tilbaka, myndi sjálfsagt hoppa inn í hringinn og taka í viðkomandi sem er sjálfsagt 2 metrar á hæð og 3 á breiddWink .  Nei þetta hlýtur bara að ganga vel hjá honum! Er eitthvað voða stressuð þessa dagana, erfitt að fá skipulagið að virka, ekki nógu margir tímar í sólarhringnum og of mikið að gera, lagast sjálfsagt fyrir jólGrin

Félagsmálafrík!

Var á foreldrafundi hjá Axel og lét plata mig í að vera í skólaráði í hans skóla líka, þetta er náttúrulega bilun!  Nú svo verður hún Eva mín 7! ára á föstudaginn og við höldum upp á afmælið hennar á laugardaginn og hún er búin að bjóða 10! stelpum, hjálp!  Fyndist nokkrum skrítið þó afmælið varaði bara í klukkutíma eða kannski bara korter?  Þetta er ekki alveg mitt uppáhald að hafa ofan af fyrir fullt af krökkum í fleiri tíma, gleymdi að reikna með þessu áður en ég ákvað að eignast börnFootinMouth

Antonio Banderas

Sko ég sá Antonio Banderas i strætó, eða sko mann sem lítur út eins og AB myndi líta út ef hann væri ekki kvikmyndastjarna og léti laga sig annað slagið!  Gaman að þessu!  Uppþvottavélin mín er ennþá biluð, hef áhyggjur af því að uppþvottaburstinn vaxi fastur á hendina á mér, þetta er orðin mjög langur tímiAngry kominn tími til að tína fram brjálaða útlendinginn í mér og hringja í þessaða blessaða snillinga sem eiga að laga helv.... maskínunaGrin  When you are going through hell, keep going, stal þessu frá ChurhillGrin


Og þessi þjóð getur búið til kjarnorkuvopn!

Ef að það eru engir samkynhneigðir í Íran þá er það vegna þess að það er búið að taka þá alla af lífi amk þá sem ekki hafa flúið land!  Þetta er nú meiri djö....... vitleysingurinn og hann er forsetinn þeirraAngry  aumingja fólkið sem þarf að eiga heima þarna!
mbl.is Ahmadinejad segir samkynhneigð ekki þekkjast í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að skipta sér í tvennt það er málið!

Ég þyrfti að vera svona superhero sem gæti verið á 2 stöðum samtímis, stundum 3 þegar liggur á!  Í kvöld t d þá er Axel með fótboltaleik og Eva í tónlistarskólanum og þetta er á sama tíma, og nei hún er ekki að læra á fiðlu heldur þverflautu og það fyndna er að ég fæ ekki hljóð í helv.... flautuna, kann sko að spila á svona venjulega blokkflautu en það skiptir engu þar sem mér er þetta alveg ómögulegt, Evu finnst það svo fyndiðFootinMouth   Eva getur ekki farið ein í tónlistarskólann svo Axel minn sem er að verða 15 ára í febrúar verður bara alveg einn að spila fótbolta eða sko liðið hans verður þarna líka og slatti af öðrum foreldrum en samt, maður fær nú samviskubitCrying   Nú svo annað kvöld er skólaráðsfundur og þar þarf ýmislegt að ræða eins og t d hvort skólinn skiftir sér af ef börn eru að fasta, það er sko Ramadan núna og múhameðstrúarmenn fasta yfir daginn eða sko fullorðnir og frískir, börn eiga ekki að fasta en ég veit um stelpu í bekknum hans Ívars sem gerir það, hún er 11 ára gömul, ekki alveg fullorðin!  Það verða sjálfsagt skemmtilegar umræður ef ekki annað!  Jæja best að ná í börn og baka svo pönnukökur til að hafa í kvöldmatinn, nammGrin

Ósmekklegt!

Hvað er eiginlega að svona fólki?
mbl.is Kærður fyrir að hafa selt skemmtibátinn Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kirkjuferðin!

Í dag var farið í kirkju enda sunnudagur og þá fara allir í kirkjuHalo, nei sko Eva var að syngja og Axel ætlar að láta ferma sig næsta vor svo hann varð að mæta og Ísak vissi að Stefan vinur hans yrði þarna svo hann átti líka erindi í GuðshúsGrin  Ég fer nú ekkert voðalega oft í kirkju á Íslandi en minnir að fólk sé nú oftast í sínu fínasta pússi þar, ég reyni allavega að vera ekki í gallabuxum þegar ég fer í kirkju í Slow Town sama hvaða erindi ég á!  Hérna er þetta með klæðnaðinn ekkert  atriði, sko ef þetta eru sparifötin þeirra þá vil ég ekki sjá það sem þetta lið er í venjulega!  Nú svo í morgun var þetta voða sniðug messa, maður gat td farið og faðmað bangsa ef maður vildi, það voru nokkrir bangsar á borði fyrir framan altarið, ég lét það nú bara eiga sigWoundering  Það er oft svona húllumhæ í messunum hérna, ekki alveg séra Birgir eða séra Pétur hérna í eina tíð, svo langt man ég!  En þetta er sjálfsagt voða sniðugt, bara ég sem er svona íhaldsömGrin Haldiðið andanum yfir vötnunumGrin


Krísa (ekki góð íslenska) ég veit það!

Uppþvottavélin er biluð, need I say more? Kemur kannski einhver og lagar hana í næstu! viku, ef ég er heppinAngry    Það er nú minna gaman að þessu, fjallið í vaskinum er orðið næstum jafn stórt og fjöllin  í óhreinatauskörfunum! En yfir í annað þá hef ég bara ekkert annað að tjá mig um, þetta með uppþvottavélina var svo mikið áfall að ég er bara ekki tjáningarhæfCrying .  Nei annars Ninna á smáafmæli bráðum, held hún sé að verða þrítug sem getur passað fyrst hún er svo mikið yngri en égWhistling , þarf að finna eitthvað sniðugt útúr því!  Góða nótt eða kvöld!

Nafnafyllerí!

Hvað er eiginlega í gangi, nöfnin sem fólki dettur í hug að setja á krakkana sína, hvert öðru furðulegra!  Og hvaða árátta er það að geta ekki notað íslensk nöfn, það er nóg til af þeim! 
mbl.is Má ekki heita Valgard
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

To be or not to be, that is the question!

Fyrirsögnin hefur akkúrat ekkert með innihaldið á síðunni að gera, mundi þetta bara alltíeinuGrin  Ég ætlaði sko að blogga um einhverja frétt en fann ekkert sem ég hafði nógu mikla skoðun á til að nenna að blogga um það!  Jú kannski um þennan cirkus sem er búinn að vera kringum þetta krakkagrey sem hvarf í Portúgal, núna vilja þeir meina að foreldrarnir hafi drepið hana óvartShocking , væri nú frekar neyðarlegt eftir alla athygli og hjálp sem þau hafa fengið ef það eru svo þau sem eru sek, hef ekki skoðun á því hvort þau eru það eða ekki, aumingja barnið bara!  Frétti í dag að Róbert bróðir minn og hluti af hans fjölskyldu væru komin til Slow Town, gaman að því, Ninna víst á leið að vera rómantísk með 55 kallinum sínum í Vaglaskógi, Birna er kannski bara heima að skúra GetLost  og ég er heima, já aldrei þessu vant, NOT, er alltaf heima finnst mér! En allavega þá er lífið bara ok þessa dagana, gaman í skólanum og allt í góðuSmile   Life is life!

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband