Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Smá test bara!
30.1.2008 | 07:41
Fáskrúðsfjörður, hvernig hljómar það, er hægt að eiga heima þar?
Myndi helst vilja eiga heima í sveit en mar fær víst ekki allt sem maður vill
Við fengum líka svona óvelkomna gesti í hárið, erum vonandi laus við það núna
Mér finnst tíminn svo lengi að liða, að vísu að koma febrúar en samt of margir mánuðir þangað til ég verð komin heim í heiðardalinn, fjörðinn eða eitthvað
Það er svona, góðir hlutir gerast hægt, eða hvað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Snjór eða ekki snjór!
24.1.2008 | 10:20
Snjórinn kom og svo fór hann aftur korteri seinna, nei er aðeins að ýkja en samt, það er búið að hrúga upp heilmiklum haug af einhverju hérna úti við fótboltavöll þar sem krakkarnir eiga svo að geta rennt sér, vantar bara snjóinn
Nú ég sá að Björn Ingi er hættur, vonandi fær hann bara eitthvað annað að gera svo hann verði ekki svangur greyið, við Framsóknarmenn og svo framvegis
Einar er að fara í herinn eftir helgina, hann er voða spenntur fyrir því, ég vona bara að hann hafi gaman að þessu
Over and out
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Snilld!
19.1.2008 | 18:33
There is nothing in the world like the devotion of a married woman. It is a thing no married man knows anything about. Oscar Wilde
Rakst á þetta og varð bara að skella þessu inn hérna! Haldiði svo bara áfram að eiga ánægjulegan laugardag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fer að styttast í eftirlaunin!
18.1.2008 | 06:11
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hugmyndir á flugi!
12.1.2008 | 09:25
Ég fæ oft alveg rosalega góðar hugmyndir sem ég ætla svo endilega að skrifa um hérna á blogginu en svo þegar ég sest niður hérna þá eru þær alveg horfnar! Minnið eitthvað að gefa sig, ja enda mar að verða 45 á þessu ári, hlaut að koma að þessu!
Eitt af því sem ég man eftir núna er að það er svo skrýtið hvað maður man fullt af hlutum sem maður þarf alls ekki að muna, símanúmerið hennar Birnu frá því fyrir 25 árum síðan er eitt dæmi um það, hún er sko löngu búin að skipta um númer
Annað sem ég man sem er að vísu bara gott er þegar ég var í 6.bekk í Barnaskóla Akureyrar og Ingimar Eydal leyfði okkur að hlusta á Finlandia eftir Sibelius upp í sal í skólanum, það var stórkostleg upplifun, held ég hafi farið að kunna að meta klassíska tónlist þá, var einmitt að hlusta á þetta verk í gærkvöldi, bara snilld
Hef víst ekki tíma fyrir lengri ritgerð, er að fara með Evu á Aikido æfingu og Ísak er að fara til vinar síns, góða skemmtun allir þarna úti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Daaaaaaaah!
6.1.2008 | 11:36
Ekkert í gangi í höfðinu á mér, en annars er kominn snjór, var voða óveður hérna í gær sem mér fannst nú bara snjókoma en allavega eru krakkarnir voða glaðir yfir snjónum! Skólinn byrjar aftur á morgun sem er gott, kominn tími til að komast í smá rútínu aftur! Tek niður jólaskrautið í dag og kveiki á kerti því pabbi átti afmæli í dag og yngri sonur næstyngstu dóttur tengdadóttur Björns heitins á líka afmæli, til hamingju með það
Vonandi eigið þið glæsilegan sunnudag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)