Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Axel er 15 ára!

Börnin mín eru bara alveg að ná mér í aldri, skrítiðGrin  Soldið síðan Gunnar og Einar voru að veðja um hvort þetta yrði stelpa eða strákur, Einar vannLoL  Líka langt síðan Axel fékk kók í fyrsta skipti, hann drekkur mikið að því núna, veit alveg hver kom honum uppá það, ekki ég allavegaTounge Jæja best að fara að ammællastWizard

Ammæli aftur!

Birna á ammæli í dag, til hamingju með það, Árnína systir á líka ammæli í dag, Axel minn verður 15 ára á morgun, ein góð föðursystir mín/okkar á líka ammmæli á morgun, hún er sjálfsagt ekkert hætt að halda uppá það þar sem hún er núnaWizard  Góða skemmtun allir sem viljaGrin

Er komin aftur í samband við umheiminn!

Já sko netið datt út á föstudagskvöldið og var að detta inn aftur núna, einhversstaðar stóð einn í staðinn fyrir 0, getur nú allt farið í steik fyrir minnaSmile  Einar var voða glaður með allar kveðjurnar og öll helgin var bara mjög skemmtileg, hann fór svo aftur í gærkvöldi og kemur ekkert heim næstu 2 vikurnar, sem er nú minna skemmtilegtFrown Jæja bara svona að láta vita að ég er hérna ennþá, núna ætla ég að horfa á CSI, do not call meDevil

Hann á afmæli í dag!

Einar litli sonur minn er 20! ára í dagGrin Wizard  ekkert smá skrýtið, hvernig get ég kornung manneskjan átt svona stóran son, lífið er nú skrýtið stundumGrin  En það er fleira í gangi í dag, fótboltamót hjá Ívari í ALLAN dag, svo verðum við að hafa eitthvað smá partý í kvöld, Gunnar og Eva koma í dag, ekki á hverjum degi sem maður fær svoleiðis heimsóknGrin  Svo ætlum við út að borða með allt gengið, brjálað að gera! Ætla ekki að segja Góða helgi, er eitthvað illa við það, eitthvað svo óíslenskt, en segi bara í staðinn Trevlig helgGrin

Er Guð með heila?

Ísak vill fá að vita það, get ég fengið smá hjálp hérna? Ég veit nefnilega ekki svariðShocking  Annars er það af okkur að segja að við ætlum að fara á safnið í dag að sjá sýningu um rúsínur, já rúsínur, verður sjálfsagt gaman að sjá það!  Góða skemmtun á þessum fimmtudegi!Smile

Þá var það búið!

Var að koma heim, Ívar datt í gær og fékk höfuðhögg svo hann endaði uppá sjúkrahúsi, eða kannski er það niðrá sjúkrahúsi frá mér séðGrin , nú eftir laaaaaanga bið var hann settur í röntgen og í framhaldi af því fannst lækninum best að hann eyddi nóttinni á sjúkrahúsinu sem við og gerðum, tók bara 4 klukkutíma frá því að við komum þangað þar til við vorum komin með herbergiAngry  Nóttin fór svo í að þær komu og vöktu Ívar á klukkutíma fresti til að gá hvort hann væri ok, nú ég vaknaði náttúrulega líka, bara frábærtFootinMouth En best að vera jákvæður, það er amk allt í lagi með Ívar en það var fleira sem fór alveg hræðilega í taugarnar á mér þarna, er alveg að skilja að þeim finnist heilbrigðiskerfið kosta of mikið hérna, skil td ekki alveg hvernig fólk sem vinnur á bráðamóttöku hefur tíma til að lesa blöðin á netinu í vinnunni, á meðan það bíður fullt af fólki eftir hjálp frammi á biðstofunniWoundering En hvað um það er hætt þessu tuði í bili, over and outSmile

17.maí er ekki bara þjóðhátíðardagur Norðmanna!

Þá nefnilega fermist Axel, hann var í kirkjunni í dag og fékk líka að vita að þau fara í fermingarferðalag til Englands, kirkjan borgar ferðina, hmmmmmmFootinMouth  Annað sem er í gangi er að ég fattaði allt í einu í gærkvöldi að ég þarf að eiga sláttuvél, er ég svona týpa sem á sláttuvél? Kemur í ljós, ýmislegt svona sem er skrýtið en það er víst lítill lækur við hliðina á húsinu, gaman fyrir krakkanaGrin  Þessi dagur hefur annars farið í að þvo klósett, 3 stk og núna þarf ég í búðina, gangið með Guði eða bara þeim sem vill labba með ykkurGrin

Da house!

http://www.mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/?eign=284165

Þetta er húsið sem við höfum verið að pæla í, annars fullt af húsum til sölu þarna!Grin


Ein í viðbót!

P2100046

Hermaðurinn sonur minn!

P2100039 Er hann ekki flottur?Heart

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband