Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Raggi Bjarna wannabe!

Hérna var verið að halda söngvakeppni og einn þeirra sem komst í aðalkeppnina í Stokkhólmi er svona Raggi Bjarna wannabe!  Sorglegt en satt, fólk kýs þetta vístFootinMouth  Nú Einar minn er heima í fyrsta helgarfríinu, svo skrýtið að sjá hann í allri múnderingunni, hann varð aftur svona fullorðinn svona eins og þegar hann fór í jakkafötGrin  Axel er í nokkuð góðum gír og Ívar er fínn í fætinumGrin Bara nokkuð rólegt laugardagskvöld hérna í Svíaríki, snjólaust og lognGrin

Hmmm!

Eru beljurnar eitthvað ósáttar?
mbl.is Ná verður þjóðarsátt um mjólkurframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stundum eru mánudagar ekkert kúl!

Dagurinn í gær var svona dagur sem hefði átt að kæfa í fæðingu, hann byrjaði svosem ok, var með Axel hjá tannlækninum og þetta var bara í góðu lagi, fór svo heim og gaf Ívari og Ísak hádegismat, kl 2 fór ég með Ívar til læknis að láta líta á fótinn á honum!  Læknirinn skammaði mig fyrir að hafa ekki farið með hann á sjúkrahúsið kvöldið áður, daaah sem foreldri verð ég að taka svoleiðis ákvarðanir og ég ákvað að þess þyrfti ekki, en hún vildi endilega að við færum þangað svo það var að redda pössun fyrir Evu og Ísak og æða með Ívar í röntgen sem tók óvenjulega stuttan tíma og eins og mig grunaði ekkert brotiðAngry  Þetta er örugglega í fimmta skipti sem ég fer með hann útaf einhverjum fótboltameiðslum og aldrei neitt brotið, núna byrjar hann að tefla í staðinnGrin  Nú svo var ætt heim, ég náði í Evu og Ísak fór með liðið heim, fixaði eitthvað að borða, tók úr þvottavél, setti í aðra, fór út með hundinn og svo um hálfátta fór ég með vinkonu minni að versla, kom heim með það um hálfníu, hellti mér uppá kaffi, horfði á CSI ja næstum því allan þáttinn, sofnaði í sófanum og vaknaði kl 3 í nótt og mundi þá að ég átti eftir að taka jakkann hans Ívars úr þvottavélinni sem ég og gerði og fór svo að sofa aftur og vaknaði kl 0630 í morgun!  Aint life a bitch?Grin  Gott að það er þriðjudagur í dagGrin

Já einmitt!

Í gær var liðið hans Ívars á fótboltamóti í Väderstad, þeir unnu mótið en Ívar meiddi sig í fætinum svo það er að fara med hann til læknis í dag, Axel er að fara til tannlæknis og snjórinn er farinn, þetta var helst í fréttum, nei ég lýg því, Einar minn er að skemmta sér alveg konunglega í hernum, í alvöru honum finnst þetta rosalega gaman, sem er gottGrin Hef ekkert meira að segja í bili, over and outGrin


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband