Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
Andlaus og atvinnulaus en allsekki vitlaus :)
30.1.2010 | 16:03
Er eitthvað andlaus þessa dagana, andinn svífur ekki yfir mínum vötnum svona as we speak
hann hlýtur nú að fara að láta sjá sig með hækkandi sól og öllu því! Já ég bætist opinberlega í skara hinna atvinnulausu á mánudaginn, er bara ennþá alveg sama um það, þetta er nú meira djöf..... kæruleysið í konunni
En sé enga ástæðu til að gera mér upp einhverjar áhyggjur yfir því, nóg er nú samt sem þarf að fá að flækjast í höfðinu á mér og ekki er það nú allt gáfulegt
En allavega þá er ég að hugsa um að drífa mig á tónleika á Eskifirði á morgun, er svolítið að mygla hérna, orðið alltof langt síðan ég hef farið eitthvað og lyft mér upp eins og það er kallað
En núna er víst mest upplyfting í að vaska upp, einhver hefur verið voða duglegur að sleppa því ansi lengi
haldiði bara áfram að hafa gaman að þessu, það ætla ég að gera
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Greyið :)
25.1.2010 | 18:07
Hlýtur að vera rosalegt að missa svona af mágkonu sinni
ég vona bara að henni sé boðið í fjölskylduveislur og svoleiðis
Þetta er nú bara sorgleg afsökun, ef honum sést yfir fólk í fjölskyldu sinni, þá er hann nú ekkert mjög klár
Valtýr: Mér hreinlega yfirsást þetta" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Go with the flow :)
18.1.2010 | 23:26
Það var sko þetta með ræktina, hehe þetta er ennþá að hljóma illa, bæði þegar ég segi það og skrifa
En allavega þá ætla ég að byrja á þessum ósköpum um mánaðarmótin, það er á hreinu
þið megið alveg minna mig á þetta ef það lítur út fyrir að ég sé eitthvað að klikka á þessu
Var minnt á það í dag hvað alkóhólismi getur verið hættulegur sjúkdómur, eins gott að vera meðvitaður um það, það er jafn stutt í fyrsta glasið fyrir mig eins og alla aðra alka !!!!! Fer að sjá fyrir endann á vinnunni, sem er gott, er ósköp ánægð með það
þegar einhver hurðafjandi lokast opnast oftast einhver önnur hurð í staðinn
Hej och hopp
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Þar kom að því :)
17.1.2010 | 13:30
Já það er nebbnilega það, ÉG ER AÐ FARA AÐ BYRJA Í RÆKTINNI
omg þetta lítur líka illa út á prenti
En þannig er mál með vexti að ég asnaðist til læknis því ég hef verið að versna í öxlinni sem sprautað var í sællar minningar, NOT
Nú doktorinn vildi ekki sprauta aftur í öxlina, hefði ekki leyft honum það hvort eð er, en hann SAGÐI mér mjög kurteislega samt að ég ætti að fara í ræktina og þjálfa þessa vöðva sem eru að bögga mig, þannig myndi ég losna við verkinn, hmmm ég í ræktina, en hann þykist hafa vit á þessu, ok ég hef ekki verið í læknisfræði svo ég er næstum því að trúa honum
Nú þar sem ég veit hvernig ég virka þá ákvað ég að skrifa þetta hérna, ég er alveg viss með að reyna að koma mér undan þessu
Ég fór örugglega í ræktina í korter fyrir fimmtán árum síðan svo þetta ætti nú að vera fljótt að koma, hehehehe
Já já annars er ég bara flissandi eins og fíbbl og hef gaman að þessu :) Soldið fyndin fréttin um kvensama Íslendinginn í Thailandi, ætli hann sé að NORÐAN ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Kaffi m rjóma og Hank Williams :)
4.1.2010 | 22:29
Er að hlusta á hann, bara flottur
Jóku er að takast að sannfæra mig um hversu stjörnuspár eru ábyggilegar, hehehehe
Er eiginlega orðin atvinnulaus, eða sko já er ekki að vinna en fæ laun samt, það truflar mig nú sama sem ekkert
Er ekkert að hafa áhyggjur af þessu atvinnuleysi, þar er nú frystihús hérna
Er bara að skoða skóla og ýmislegt annað, þetta reddast alltsaman
Fer ekki að koma vor bráðum líka, held það bara
Mér eru allir vegir færir, nema það sé ófært, hehehe mín fyndin í kvöld
Over and out, but I will be back
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)