Krummi!

Mér finnst krumminn kúl, það situr stundum einn á ljósastaurnum hérna fyrir utan húsið (jú við erum með ljósastaura hérna í fámenninu) og mér finnst það næsSmile  Mig langar ekkert til að skjóta allt sem hreyfist eins og sumir (og ef það hreyfist ekki þá hrista þeir það) vantar alveg þau gen í migSmile  Sé stundum seli í fjöru þar sem ég keyri framhjá á leiðinni í vinnuna, mér finnst það líka næs, langar ekkert að drepa þáWink  Einar og Johanna kærastan hans eru á leiðinni til landsins as we speak eða í þessum töluðu/pikkuðu orðum og er það besta jólagjöfin ever, gæti ekki verið betraSmile Heart  Ég sendi Jóku algjöran kreppupakka, bara aumingjalegt en reyni að bæta úr því síðarBlush  Verð að hætta núna flaug nefnilega á hausinn hérna fyrir utan húsið hjá mér í fyrradag og er að drepast í handleggnum, einu sinni gat ég gert svona osfrv og held að ælupestin hafi náð mér líka, ekki verið nógu fljót að hlaupa síðustu árinSick

Jamm!

Í dag er ég búin að baka, setja í 3 þvottavélar, óska nöfnu minni í Jönköping til hamingju með daginn, fara í kauffélagið að kaupa laugardagsnammi, tala meira í símann, hugsa um að ryksuga,drekka kaffi og borða hálfmánaSmile Komst því miður ekki á samkomu í gærkvöldi sökum ómegðar (les:barnapíuleysi) en bætti úr því með góðu símtali um hádegisbilLoL Ætla bara að hafa jólin fín, er ekkert búin að skreyta yfir mig eins og sumir aðrir, nefni engin nöfn, set svo bara upp gervijólatréð mitt á Þorláksmessu og verð ánægð með þaðGrinSvo vona ég bara að þið eigið öll frábært laugardagskvöld, það ætla ég að geraSmile


Oooh hvað hann er góður!

Ég bjó í Svíþjóð þegar umrædd kreppa var í gangi, er nú ekki að sjá hvað hann hefur fram að færa í kreppumálum, það var bara tekið af þeim sem minnst höfðu á þessum árumAngry  Svo þegar hann hætti í stjórnmálum fór hann og keypti sér sveitasetur og hefur það bara vonandi gottSmile  Hann á nú sjálfsagt fyrir salti í grautinn þó hann hafi talað þarna fyrir ekkert, ég myndi ekki einusinni vilja hlusta á hann þó ég fengi borgað fyrir þaðAngry  Have a nice daySmile
mbl.is Göran Persson rukkaði ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöðvarfjörður är en metropol!

Þetta er sko staðreynd dagsins, ekki spurningLoL  Ég hef verið að bögglast við að skrá mig í fjarnám í Háskóla Íslands og það gengur ekki andskotalaust fyrir sigShocking  þetta gengur svo illa að það er næstum því fyndið, eftir 3 daga er ég farin að flissa aðeinsWink  Svo eru jólin víst á leiðinni eina ferðina enn, they get me every yearLoL  Er víst ekki mikið meira í fréttum hérna úr fámenninu nema það að það er líka föstudagur hér á morgunSmile

How do you like Iceland?

Það var ekki sniðugt að spyrja mig að þessu í gær, komst heim úr vinnunni um áttaleytið í gærkvöldiAngry  Ákvað að nota almenningssamgöngur hér í fámenninnu og tók rútuna, góð hugmynd á góðum sumardegi en ekki í snjókomu og skafrenningi, hef ekkert á móti sjoppum annars en að biða þar í einhverja klukkutíma eftir einhverri rútu sem kemst ekki milli staða v snjókomu, nei held ekki!FootinMouth  En þetta gekk alltsaman á endanum, ég komst heim og þá var tilganginum náðSmile  Have a nice TuesdaySmile

Sjóræningjar!

Finnst athyglisvert að lesa um að nýi þjóðaratvinnuvegur Sómalíu sé sjóránCool  Þekki þó nokkuð marga Sómali og þeir eru nokkuð friðsamir en neyðin kennir naktri konu að spinna og Sómölum að sigla út á pínulitlum bátum og ræna stærsta olíuskipi í heimiBandit Annað sem ég hef komist að, bílar eru ekki góðar hugmyndasmiðjur, þegar ég bjó í Svíaríki ferðaðist ég mest í strætó eða bara gangandi og mínar bestu hugmyndir, samkvæmt sjálfri mér amk, fékk ég í strætó en núna skeður bara ekkert þegar ég er á leiðinni í vinnuna, nema hvað ég er hissa á hvernig fólk keyrir en það virðist nú bara vera þjóðaríþrótt hérna að keyra eins og fíflAngry  En yfir í annað, er að fara á tónleika í kvöld, Bjartsýnisblús á Norðfirði, verður örugglega alveg frábært, gef skýrslu um það á morgunSmile  Jæja þarf að fara að kaupa nammi og svo á markað, var að hugsa um að gefa Rauða Krossinum notuð spariföt ef það er til eitthvað svoleiðis hérSmile

Lánið!

Lánið leikur nú við okkur hérna, eða hvað?Cool Annars er nú bara allt í rólegheitum, er að fara í vinnuna á eftir, sem er gott, hef virkilega gaman af því sem ég er að geraSmile  Ætla að fara á tvo markaði um helgina, einn hérna og annan á Stöðvarfirði, verður ábyggilega gaman af þvíGrin  Núna ætla ég að baka "sockerkaka" og taka með mér í vinnuna, góða skemmtun í dag allihopaLoL

Laun!

Segið mér eitt, hvernig hefur maður samvisku til að taka við 1950 þúsund krónum á mánuði í laun á þessum tímum?Errm  Mér er alveg sama þó viðkomandi sé bankastjóri og sjálfsagt (eða vonandi) með viðskiptafræði eða hagfræðimenntun, enginn er svo mikilla launa virði alveg sama hvað fólk hefur verið í löngu námiAngry  Eina góða við þetta er þá að ef þessi blessuð manneskja hefur verið á námslánum þá er hún sneggri að borga þau tilbaka þegar launin eru svona há, ekkert annað jákvætt við þetta bullShocking  Annars lít ég nú á kreppuna þannig að hún var sennilega ekki mér að kenna,ég get ekkert gert í þessu máli og þá þýðir lítið að hafa áhyggjur af þvíSmile Fór á dúndursamkomu í gærkvöldi að venju, alveg snilldSmile  Jæja kaupið ykkur nú smá laugardagsnammi, over and outLoL

Anti eitthvað!

Ég er svo anti eitthvað, er með hita og beinverki, þreytt á bullinu sem allskonar stjórar og sérfræðingar eru alltaf að dæla yfir mannAngry  En heyrði eitt gott um daginn, sælir eru einfaldir því þeir vita ekki hvað þeir eru tvöfaldirLoL  Nú á morgun er ég að fara á árshátíð hjá krökkunum, verður ábyggilega rosalega gamanWizard Farin að fá mér heita súpu, have a nice tuesdayTounge

Gaman!

Var að koma af alveg frábærum tónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni á Eskifirði, Grieg, Sibelius, Beethoven og fleiri, meiriháttarSmile  Nú svo finnst mér flott að Obama verði næsti forseti BandaríkjannaSmile Hef þetta ekki meira í bili, verð að fara að sofaSleeping

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband