Færsluflokkur: Bloggar

Kristin trú!

Ég er nú ekkert mjög trúuð, ég trúi á minn æðri mátt og hann hefur lítið sem ekkert með kirkjuna að gera!  Ég læt skíra börnin mín mest af því að það er siðvenja sem mér finnst mikilvægt að halda við, hefur eiginlega ekkert með kristna trú að gera!  Mér finnst gott og gaman að fara í kirkju, finnst kirkjur falleg hús þar sem mér líður vel, eru kannski umhverfisáhrif úr uppeldinuGrin   Ég hef aðeins verið að reyna að fylgjast með þessari umræðu á Íslandi um kristna trú og skólana og allt það og er ekki alveg að skilja fjaðrafokið út af þessu, þegar ég var í Barnaskólanum fórum við með Faðirvorið á hverjum degi og svo var helgistund á hverjum mánudagsmorgni og ég held ekki að neinn hafi beðið varanlegan skaða af þvíHalo   Hérna í mínu hverfi er það þannig að það er tekið meira tillit til allra annarra trúarbragða en kristinnar trúar sem ég er ekki alveg að skilja, Svíþjóð er kristið land að mestu og fullt af siðvenjum sem eru byggðar á kristinni trú og það er bara allt í lagi, það er eins og það sé ekki nógu gott og ekki mikilvægt að halda þeim við því það gæti móðgað einhverja sem eru ekki kristnirShocking  Þetta er bara bilunErrm  Vonandi eigið þið frábæran miðvikudagGrin

Pirringur!

Er að láta ýmislegt fara í taugarnar á mér þessa dagana, eins og t d þá staðreynd að á síðasta föstudag fóru krakkarnir í bekknum hennar Evu í kirkjuna af því að það var að koma fyrsti sunnudagur í aðventu, ég er ok með það en nokkrum dögum áður kom hún heim með miða þar sem maður átti að skrifa hvort barnið manns mætti fara í kirkjuna eða ekki!Shocking   Margir múhameðstrúarmenn og konur leyfa ekki krökkunum sínum að fara inn í kirkjuna og það er svo sem þeirra mál en ef það er þannig þá finnst mér að það fólk eigi að hafa samband við skólann og segja það, skólinn á ekkert að þurfa að sjá um að komast að því hvort þau mega fara eða ekki!  Nú ég skrifaði á pappírinn Já að sjálfsögðu,Evu fannst það voða fyndið!  Þetta virðist kannski vera smámunasemi en þetta er bara eitt dæmi um hvernig meirihlutinn er alltaf að aðlaga sig að minnihlutanum og það er ekki sniðugt til lengdarWoundering   En svo ég segi nú eitthvað jákvætt þá voru nágrannar mínir frá Sómalíu að baka vöfflur eftir íslenskri uppskrift í gærkvöldi, Marian vinkona hennar Evu kom upp og spurði hvort ég ætti uppskrift af vöfflum og mamma hafði sent mér eina fyrir þó nokkuð löngu síðan og ég sneri henni yfir á sænsku og lét hana fara með hana!Grin  Gott málGrin  Góða skemmtun í dag gott fólkGrin

Köttur fæst gefins!

Sko hún Halla litla sem Einar fann í runna í fyrrasumar er alveg að gera allt vitlaust hérna, td í nótt hljóp hún í hringi í fleiri tíma, sem er ekki gott þar sem við sofum venjulega á nóttunniShocking Svo gerir hún aumingja Addó vitlausan úr hræðslu og eltir hann um allt, hann er að vísu helmingi stærri en hún en hann veit það ekki, hann veit eiginlega mest lítið en er amk góður við allaGrin En svona burtséð frá þessum kattamálum þá er nóg að gera í dag, fullt að gera hjá krökkunum og svo í kvöld einhverntíma ræðst ég á geymsluna og reyni að finna aðventuljós og einhverja kertastjaka, jólin koma nú eftir 23 daga hvort sem ég finn þetta eða ekki, ég er nokkuð viss um þaðGrin Gangið hægt um gleðinnar dyr, aðgát skal höfð í nærveru sálarGrin


Jólaskreytingar!

Það er búið að skreyta voða fallega hérna niðrí bæ og meira að segja búið að kveikja á öllu saman en hvernig ætli standi á því að allar jólaskreytingar hérna eru ekki í litum, þetta er bara hvítt?  Ég vill ekkert endilega hafa blikkandi ljós í öllum litum en það er eins og það sé hreinlega bannað að hafa svona útiskreytingar öðruvísi en hvítar!  Kannski er þetta bara sænski meðalvegurinn, ekki of mikið af neinu, ekki of lítið heldur, þetta er voða synd því þetta eru voða fallegar skreytingar allavega hér í mínum bæ!  Jólin koma sjálfsagt fyrir þvíWink og svo til að ná mér í smá vorkenn (frábær íslenska) þá er ég lasin aftur, life stinks and then you dieGrin

 

When I was young I thought that money was the most important thing in life; now that I am old I know that it is. Oscar Wilde!


Allt að lagast!

Hér eru sjúklingarnir að skríða saman, kominn tími tilSmile  Það snjóar meira að segja smávegis svona í morgunsárið en það verður sjálfsagt ekkert úr þessu, krakkarnir ekkert hressir með það, vilja snjó sem vit er í en það skeður nú sjaldan hér því miðurFootinMouth  Var á einhverju jólajippó niðrí bæ í gær með krakkana og það var svosem ok nema að eini jakkinn sem ég fann og get mögulega hugsað mér að ganga í er náttúrulega úr leðri og verðið eftir því, alveg svíndýr á sænskuShocking  Nóg um það, njótið lífsins í dag, ekki mikið annað hægt að gera við mánudagaGrin

Eins og í góðri lygasögu!

Já þetta er eins og lyginni líkast þessi veikindi á Ívari, fór með hann til læknis í morgun og núna er hann víst kominn með ofnæmi fyrir pencilini, fékk allskonar útbrot og verki með þessu en fékk svo eitthvað antihistamín við því sem hann svo sofnaði af þegar hann kom heimSleeping  Ísak greyið er búinn að missa röddina og hóstar/geltir annaðslagið, það er undir þessum kringumstæðum sem maður finnur svo innilega fyrir því hvað það er gott að eiga svona mörg börnFootinMouth   Anyways þá hlýtur þetta að ganga yfir, amk fyrir jól á þessu ári!Tounge  Góða skemmtun allir, lasin og frísk!

Sunnudagur!

Hér snýst allt um veikindi, Ívar fékk pencilín en fékk svo háan hita aftur svo ég veit ekki alveg hvað ég geri í því, akkúrat núna er hann hitalaus en ef hitinn hækkar aftur verð ég að fara með hann á sjúkrahúsið, eftir 4 daga á pencilini finnst mér ekki að hann eigi að vera enn með hita! Eva hóstar enn en enginn hiti sem er gott því á morgun er hún að fara með skólanum að horfa á eitthvað leikrit niðrí bæ og hún vill nú ekki missa af þvíSmile  Axel sér um kirkjuferðina í dag, hann fór þangað kl 10 og kemur heim kl 3, fermingardæmi í gangiHalo  Og núna er ekkert og ég meina ekkert í höfðinu á mér!  Góðan og blessaðan sunnudagHalo

Stólpar!

Í gærkvöldi var ég á foreldraráðsfundi með Feysal vini mínum, bara að djóka, hann var nú bara nokkuð spakur nema hvað að hann upplýsti okkur hin um að hann heldur að exem sé smitandi, maðurinn er einfaldlega fíflDevil   Annars er heimili mitt farið að líkjast sjúkrahúsi, Ívar sennilega með lungnabólgu, Eva hóstar non stop, um síðustu helgi var ælupest í gangi, boooooooring! Þetta með ættarmót er bara snilld, sko ef við í okkar fínu fjölskyldu gætum nú komið okkur saman um eitthvað for onceGrin  Jú við erum snillingar á öllum sviðum, enda erum við sko ekki aðkomumenn á AkureyriGrin  Jæja þetta verður að duga núna, er að fara með Ívar til læknis, verið nú góð við alla sem eiga það skiliðGrin  Ps Var að horfa á Mýrina, sá einhvern sem ég kannaðist við þar, er einhver úr Pólitíættinni að deita kvikmyndastjörnu?LoL

Dr. Livingstone I presume!

Fyrirsögnin hefur akkúrat ekkert með innihaldið í blogginu að gera, rakst bara á þetta á prenti einn daginnGrin   Datt í hug þegar ég fór framhjá kirkjugarðinum hér í bæ hversu margir það eru sem lifa á hinum dauðu, þar td er blómabúð alveg við eitt hornið á kirkjugarðinum sem er mjög sniðugt þar sem margir kaupa blóm og setja á leiði látinna ættingja sinna, svo það má segja að eigandi þeirrar búðar lifi á hinum dauðuHalo   Sama má segja um mig og mína fjölskyldu lengi vel, að vísu var nú hætt að borga skrokkavís þegar ég var að alast upp en það var víst gert þegar tengdasonur Dúa póli var að byrja í bransanumHalo   Talandi um annað, dóttir Dúa var sjálfsagt eðalkona en hún faldi það vel amk fyrir barnabörnunum sínum en hún átti fjandi mikið af flottum fötum niðrí kjallara sem við prófuðum einhverntíma, gaman að þvíGrin  Ég veð nú svo úr einu í annað að meira að segja mér er hætt að lítast á!  Aðgát skal höfð í nærveru sálarHalo

Já er það!!!!

Er eiginlega nokkuð sama við hvaða lönd er verið að miða, upplifi mjög oft að jafnrétti er bara fallegt orð sem notað er rétt fyrir kosningar, allavega hér í Svíþjóð!  Ekki einusinni hjá ríkinu nú eða sveitarfélögum eru konur og menn með sömu laun fyrir sömu vinnuAngry  PrumpAngry
mbl.is Norðurlöndin standa sig best í jafnréttismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband