Færsluflokkur: Bloggar

Smá test bara!

Fáskrúðsfjörður, hvernig hljómar það, er hægt að eiga heima þar?Grin  Myndi helst vilja eiga heima í sveit en mar fær víst ekki allt sem maður villW00t  Við fengum líka svona óvelkomna gesti í hárið, erum vonandi laus við það núnaErrm  Mér finnst tíminn svo lengi að liða, að vísu að koma febrúar en samt of margir mánuðir þangað til ég verð komin heim í heiðardalinn, fjörðinn eða eitthvaðGrin  Það er svona, góðir hlutir gerast hægt, eða hvað?Whistling

Snjór eða ekki snjór!

Snjórinn kom og svo fór hann aftur korteri seinna, nei er aðeins að ýkja en samt, það er búið að hrúga upp heilmiklum haug af einhverju hérna úti við fótboltavöll þar sem krakkarnir eiga svo að geta rennt sér, vantar bara snjóinnTounge  Nú ég sá að Björn Ingi er hættur, vonandi fær hann bara eitthvað annað að gera svo hann verði ekki svangur greyið, við Framsóknarmenn og svo framvegisGrin  Einar er að fara í herinn eftir helgina, hann er voða spenntur fyrir því, ég vona bara að hann hafi gaman að þessuSmile  Over and outGrin

Snilld!

There is nothing in the world like the devotion of a married woman. It is a thing no married man knows anything about. Oscar Wilde

 

Rakst á þetta og varð bara að skella þessu inn hérna! Haldiði svo bara áfram að eiga ánægjulegan laugardagGrin


Fer að styttast í eftirlaunin!

Sem er gottGrin


mbl.is Fjölmenni í sextugsafmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugmyndir á flugi!

Ég fæ oft alveg rosalega góðar hugmyndir sem ég ætla svo endilega að skrifa um hérna á blogginu en svo þegar ég sest niður hérna þá eru þær alveg horfnar!  Minnið eitthvað að gefa sig, ja enda mar að verða 45 á þessu ári, hlaut að koma að þessu!Grin  Eitt af því sem ég man eftir núna er að það er svo skrýtið hvað maður man fullt af hlutum sem maður þarf alls ekki að muna, símanúmerið hennar Birnu frá því fyrir 25 árum síðan er eitt dæmi um það, hún er sko löngu búin að skipta um númerErrm   Annað sem ég man sem er að vísu bara gott er þegar ég var í 6.bekk í Barnaskóla Akureyrar og Ingimar Eydal leyfði okkur að hlusta á Finlandia eftir Sibelius upp í sal í skólanum, það var stórkostleg upplifun, held ég hafi farið að kunna að meta klassíska tónlist þá, var einmitt að hlusta á þetta verk í gærkvöldi, bara snilldGrin  Hef víst ekki tíma fyrir lengri ritgerð, er að fara með Evu á Aikido æfingu og Ísak er að fara til vinar síns, góða skemmtun allir þarna útiGrin

Daaaaaaaah!

Ekkert í gangi í höfðinu á mér, en annars er kominn snjór, var voða óveður hérna í gær sem mér fannst nú bara snjókoma en allavega eru krakkarnir voða glaðir yfir snjónum!  Skólinn byrjar aftur á morgun sem er gott, kominn tími til að komast í smá rútínu aftur! Tek niður jólaskrautið í dag og kveiki á kerti því pabbi átti afmæli í dag og yngri sonur næstyngstu dóttur tengdadóttur Björns heitins á líka afmæli, til hamingju með þaðGrin  Vonandi eigið þið glæsilegan sunnudagGrin

Gleðilegt ár allir þarna úti!

Komið gamlárskvöld hérna í Linköping líka, búið að borða kalkún sem er eiginlega bara kjúklingur á sterumGrin  Voða gott samt, nú svo rétt fyrir miðnættið verður farið út á fótboltavöll að skjóta upp flugeldum, snjórinn loksins kominn eiginlega bara viku of seint en voða fallegt samt!  Reyni svo að hafa tíma til að horfa á fréttaannálinn á netinu, alveg nauðsynlegt enda er ég fréttafíkill af guðs náðGrin   Jæja er með gesti svo það er best að þykjast vera kurteis og minglaGrin  Vonandi verður næsta ár enn betra en þetta sem er að líða, góða skemmtunGrin

Þorláksmessa!

Þetta er dagurinn sem ég borða ekki skötu á en við erum með aðra siðvenju ég og Jóka við hittumst einhversstaðar og kveikjum á kerti fyrir pabba sem dó á þessum degi fyrir 7 árum síðan! Í dag kl. 14.00 á staðartíma tek ég yfir tölvuna og hlusta á jólakveðjurnar, allar jólakveðjurnarDevil  við mikla hrifningu afkomenda minnaGrin   Aðrar fréttir eru að pappinn í fjölskyldunni hérna niðri er í Saudi Arabíu í svona pílagrímsferð, það er víst einhver hátíð hjá þeim þar sem heitir Hadj, þetta var náttúrulega það sem þið þurftuð að vitaGrin  Jæja en svona í lokin vil ég bara segja Gleðileg jól og farsælt komandi ár og takk fyrir allt gamalt og gottGrin

Gvöð hvað spagettí er ógeðslegt!

Í alvöru er til eitthvað verra en spagettí?  Ég vil hafa kartöflur með öllum mat, bara gottGrin  Svona fyrir utan það er bara allt í brjáluðu stuði, verslað til hægri og vinstri, leitum að jólaskrauti til að hengja í loftið í stofunni svona eins og var til heima í Eyrarlandsvegi back in the good old days en ekkert fundið enn, verð sjálfsagt að fara í næsta bæ til að finna þettaSmile  Nú svo þarf ég að taka niður tjaldið sem er í stofunni, ja allavega fyrir jól annars verður ekkert pláss fyrir jólatréð sem venju samkvæmt verður sett upp á Þorláksmessukvöld!  Margir í mínu hverfi sem halda uppá jólin setja sko upp jólatréð um leið og aðventuljósin en nei ekki alveg mín deild!  Nú svo er það minn! jólasiður að hlusta á jólakveðjurnar í útvarpinu og þá tek ég náttúrulega yfir tölvuna börnunum mínum til ómældrar ánægju, þau eru ekki alveg að skilja hvað er gaman við þessa upptalningu en þar gerist ég bara vond kona, ég vil hafa mínar jólakveðjur í friðiDevil  Góða skemmtun gott fólk og vonandi fenguð þið ekki karftöflu í skóinnGrin

Tapað fundið eða aðallega tapað!

Ég finn ekki restina af jólaskrautinu mínu og var sko virkilega að láta það ná mér en ákvað svo að jólin koma samt þó ég skreyti ekki alveg eins og í fyrraGrin Er með hangikjöt og hvað þarf maður meira svona í útlöndum en það?Lúcian er í dag og í morgun var ég á leikskólanum hjá Ísak og svo á sunnudaginn verður svona jippó í kirkjunni sem Eva verður með í, gaman að þessu! Nú hún Nathalie nafna mín varð þriggja ára í dag, stór stelpa og það var náttúrulega hringt í hana eldsnemma í morgunGrin  Have fun everyone!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband