Færsluflokkur: Bloggar

Smá samúð hérna takk!

Ég er sko lasin, alveg svakalega kvefuð, illt í hálsinum, með hausverk og alles, bara allan pakkann, var meira að segja með hita um helgina, er örugglega jafn lasin og karlmenn verða oftSick  En ég hef eiginlega ekki tíma fyrir þetta, þarf að skila ritgerð fyrir 24.okt sem ég btw er ekki byrjuð á og krakkarnir þurfa ennþá að fá að borða og hjálp með heimanámið þó ég sé lasin, skrítiðFootinMouth  En veðrið er æðislega gott, virkilega fallegt haustveður, mig langar næstum því að fara að labba út í skógiSmile  Þetta gæti verið verra, bless í biliTounge

Hún fannst á tröppunum 7.október 1975!

Nei nei bara að grínast,Jóka á afmæli í dag, er alveg 32ja áraGrin  Til hamingju með daginn litla mín, hafðu það alltaf sem bestWizard   Annars er af mér að segja að ég fékk heimsókn í dag, kom hérna par sem er nýflutt í hverfið, hann íslenskur og hún sænsk, bara gaman að því!  Hitti nú ekki of marga íslendinga, aðallega enga svo þetta er bara fínt!  Fariði vel með ykkur gott fólk afmælisbörn sem og aðrirTounge

Loksins

Uppþvottavélin mín loksins komin í gang aftur, var hérna maður í amk 2 klst að laga hana og það tókst á endanum!  Magnað hvað maður er háður þessum maskínumLoL  Hef þetta bara stutt núna, þarf að skúra og síðan ætla ég að finna mér einhverja manneskju sem getur komið heim til mín og þrifið hjá mér svona x1 í vikuGrin  Góða helgiGrin

Hún á ammælídag, hún á ammælídag!!!!!!!!!!

Ninna "litla" stóra systir mín er 50 ára gömul í dag!  Til hamingju með daginn elsku Ninna, hafðu það sem allra best og skemmtu þér vel!

Ekki alveg að skilja!

Slæmt að eldra fólki fjölgar í meðferð en get ekki alveg séð það sem slæmar afleiðingar af drykkjunni að geta ekki passað barnabörnin sín, það er örugglega ýmislegt annað sem drykkjan kemur niður á sem er mun verra, vona að barnabörnin eigi foreldra sem geta passað þau!


mbl.is Áfengisvandi breiðist út meðal eldra fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ennþá hérna!

Lifði af barnaafmælið um helgina, með herkjum, mikið gaman og mikið grínGrin  Haustið alveg á fullu hérna í Linköping, laufin hrynja bókstaflega af trjánum og það rignir á hverjum degi, bara mismunandi mikiðFootinMouth  Skógurinn er voða fallegur á haustin, í öllum mögulegum litum, en annars er ég ekkert voðalega hrifin af skóginum, alltof mikið af honum hérnaFootinMouth  Annars er dagskráin í dag ágæt, vinna smá og svo skólinn í kvöld eða sko milli 4 og 6 en það er nú næstum kvöld hérna, Axel verður með krakkana, Ívar er með fótboltaæfingu og Einar er að vinna!  Ég er með heimþrá aftur og nýbúin, örugglega aldurinn sem er að ná mérGrin
Work is the curse of the drinking classes. Oscar Wilde


Eva er 7 ára í dag!

Já það eru sko 7 ár síðan hún fæddist og sá þá meðal annars til þess að Einar stóri bróðir þurfti að fara einn að fá sér strípur sem hann aldrei hafði gert áður, greyið litla en hann hefur nú alveg náð sér eftir það, hefur að vísu ekki fengið sér strípur síðan, hmmmGrin   En á morgun er afmælisveislan sem Einar verður því miður ekki með í því hann er að fara til Stokkhólms að keppa í MMA held ég það heiti, það eru svona slagsmál undir eftirliti, mér ekki að lítast á það, fer ekki með, get ekki horft á einhvern lemja son minn þó hann lemji tilbaka, myndi sjálfsagt hoppa inn í hringinn og taka í viðkomandi sem er sjálfsagt 2 metrar á hæð og 3 á breiddWink .  Nei þetta hlýtur bara að ganga vel hjá honum! Er eitthvað voða stressuð þessa dagana, erfitt að fá skipulagið að virka, ekki nógu margir tímar í sólarhringnum og of mikið að gera, lagast sjálfsagt fyrir jólGrin

Félagsmálafrík!

Var á foreldrafundi hjá Axel og lét plata mig í að vera í skólaráði í hans skóla líka, þetta er náttúrulega bilun!  Nú svo verður hún Eva mín 7! ára á föstudaginn og við höldum upp á afmælið hennar á laugardaginn og hún er búin að bjóða 10! stelpum, hjálp!  Fyndist nokkrum skrítið þó afmælið varaði bara í klukkutíma eða kannski bara korter?  Þetta er ekki alveg mitt uppáhald að hafa ofan af fyrir fullt af krökkum í fleiri tíma, gleymdi að reikna með þessu áður en ég ákvað að eignast börnFootinMouth

Antonio Banderas

Sko ég sá Antonio Banderas i strætó, eða sko mann sem lítur út eins og AB myndi líta út ef hann væri ekki kvikmyndastjarna og léti laga sig annað slagið!  Gaman að þessu!  Uppþvottavélin mín er ennþá biluð, hef áhyggjur af því að uppþvottaburstinn vaxi fastur á hendina á mér, þetta er orðin mjög langur tímiAngry kominn tími til að tína fram brjálaða útlendinginn í mér og hringja í þessaða blessaða snillinga sem eiga að laga helv.... maskínunaGrin  When you are going through hell, keep going, stal þessu frá ChurhillGrin


Og þessi þjóð getur búið til kjarnorkuvopn!

Ef að það eru engir samkynhneigðir í Íran þá er það vegna þess að það er búið að taka þá alla af lífi amk þá sem ekki hafa flúið land!  Þetta er nú meiri djö....... vitleysingurinn og hann er forsetinn þeirraAngry  aumingja fólkið sem þarf að eiga heima þarna!
mbl.is Ahmadinejad segir samkynhneigð ekki þekkjast í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband