Færsluflokkur: Bloggar

Að skipta sér í tvennt það er málið!

Ég þyrfti að vera svona superhero sem gæti verið á 2 stöðum samtímis, stundum 3 þegar liggur á!  Í kvöld t d þá er Axel með fótboltaleik og Eva í tónlistarskólanum og þetta er á sama tíma, og nei hún er ekki að læra á fiðlu heldur þverflautu og það fyndna er að ég fæ ekki hljóð í helv.... flautuna, kann sko að spila á svona venjulega blokkflautu en það skiptir engu þar sem mér er þetta alveg ómögulegt, Evu finnst það svo fyndiðFootinMouth   Eva getur ekki farið ein í tónlistarskólann svo Axel minn sem er að verða 15 ára í febrúar verður bara alveg einn að spila fótbolta eða sko liðið hans verður þarna líka og slatti af öðrum foreldrum en samt, maður fær nú samviskubitCrying   Nú svo annað kvöld er skólaráðsfundur og þar þarf ýmislegt að ræða eins og t d hvort skólinn skiftir sér af ef börn eru að fasta, það er sko Ramadan núna og múhameðstrúarmenn fasta yfir daginn eða sko fullorðnir og frískir, börn eiga ekki að fasta en ég veit um stelpu í bekknum hans Ívars sem gerir það, hún er 11 ára gömul, ekki alveg fullorðin!  Það verða sjálfsagt skemmtilegar umræður ef ekki annað!  Jæja best að ná í börn og baka svo pönnukökur til að hafa í kvöldmatinn, nammGrin

Ósmekklegt!

Hvað er eiginlega að svona fólki?
mbl.is Kærður fyrir að hafa selt skemmtibátinn Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kirkjuferðin!

Í dag var farið í kirkju enda sunnudagur og þá fara allir í kirkjuHalo, nei sko Eva var að syngja og Axel ætlar að láta ferma sig næsta vor svo hann varð að mæta og Ísak vissi að Stefan vinur hans yrði þarna svo hann átti líka erindi í GuðshúsGrin  Ég fer nú ekkert voðalega oft í kirkju á Íslandi en minnir að fólk sé nú oftast í sínu fínasta pússi þar, ég reyni allavega að vera ekki í gallabuxum þegar ég fer í kirkju í Slow Town sama hvaða erindi ég á!  Hérna er þetta með klæðnaðinn ekkert  atriði, sko ef þetta eru sparifötin þeirra þá vil ég ekki sjá það sem þetta lið er í venjulega!  Nú svo í morgun var þetta voða sniðug messa, maður gat td farið og faðmað bangsa ef maður vildi, það voru nokkrir bangsar á borði fyrir framan altarið, ég lét það nú bara eiga sigWoundering  Það er oft svona húllumhæ í messunum hérna, ekki alveg séra Birgir eða séra Pétur hérna í eina tíð, svo langt man ég!  En þetta er sjálfsagt voða sniðugt, bara ég sem er svona íhaldsömGrin Haldiðið andanum yfir vötnunumGrin


Krísa (ekki góð íslenska) ég veit það!

Uppþvottavélin er biluð, need I say more? Kemur kannski einhver og lagar hana í næstu! viku, ef ég er heppinAngry    Það er nú minna gaman að þessu, fjallið í vaskinum er orðið næstum jafn stórt og fjöllin  í óhreinatauskörfunum! En yfir í annað þá hef ég bara ekkert annað að tjá mig um, þetta með uppþvottavélina var svo mikið áfall að ég er bara ekki tjáningarhæfCrying .  Nei annars Ninna á smáafmæli bráðum, held hún sé að verða þrítug sem getur passað fyrst hún er svo mikið yngri en égWhistling , þarf að finna eitthvað sniðugt útúr því!  Góða nótt eða kvöld!

Nafnafyllerí!

Hvað er eiginlega í gangi, nöfnin sem fólki dettur í hug að setja á krakkana sína, hvert öðru furðulegra!  Og hvaða árátta er það að geta ekki notað íslensk nöfn, það er nóg til af þeim! 
mbl.is Má ekki heita Valgard
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

To be or not to be, that is the question!

Fyrirsögnin hefur akkúrat ekkert með innihaldið á síðunni að gera, mundi þetta bara alltíeinuGrin  Ég ætlaði sko að blogga um einhverja frétt en fann ekkert sem ég hafði nógu mikla skoðun á til að nenna að blogga um það!  Jú kannski um þennan cirkus sem er búinn að vera kringum þetta krakkagrey sem hvarf í Portúgal, núna vilja þeir meina að foreldrarnir hafi drepið hana óvartShocking , væri nú frekar neyðarlegt eftir alla athygli og hjálp sem þau hafa fengið ef það eru svo þau sem eru sek, hef ekki skoðun á því hvort þau eru það eða ekki, aumingja barnið bara!  Frétti í dag að Róbert bróðir minn og hluti af hans fjölskyldu væru komin til Slow Town, gaman að því, Ninna víst á leið að vera rómantísk með 55 kallinum sínum í Vaglaskógi, Birna er kannski bara heima að skúra GetLost  og ég er heima, já aldrei þessu vant, NOT, er alltaf heima finnst mér! En allavega þá er lífið bara ok þessa dagana, gaman í skólanum og allt í góðuSmile   Life is life!

Enginn endir á vitleysunni!

Á þessi blessuð kona ekkert líf? Það eru líka söfn hérna sem vilja ekki sýna myndirnar hans, mér er svosem alveg sama hvort þær eru settar upp eða ekki en þetta er nú hálfgerður stormur í vatnsglasi!


mbl.is Sænskum listamanni hótað lífláti vegna Múhameðsmynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað sér sænskt!

Ég á að skrifa um eitthvað sér sænskt fyrirbrigði í skólanum og eitt af því sem mér dettur í hug er það sem hægt er að lesa í blöðunum fyrir jól td : 10 ráð til að lifa af jólin með ættingjunum!  Það er sko ekkert verið að grínast, þetta eru alvöru ráð!  Nú eða að lenda í kaffiboði í Smálöndum þar sem þú færð einn kaffibolla og kakan er skorin í akkúrat jafn marga bita eins og gestirnir eru margir!  Svo þegar búið er að drekka kaffið og borða kökusneiðina þá er farið og sest annarsstaðar og ekki reyna að taka með kaffibollann með þér og Guð forði þér frá því að spurja hvort það sé til meira kaffi, þá ertu nú búin að koma þér útúr húsi hjá því fólki, been there, done that!  Best að taka fram að þetta var ekki heima hjá Gunnari og ekki heima hjá Jóku!  Sjálfsagt eru ekki allir svona í Smálöndum en þó nokkrir samt  þar sem ég hef verið svo heppin? að vera boðin í kaffi! Ýmislegt fleira sem mér dettur í hug að skrifa um en á bara að vera 1/2 til 1 síða svo ég verð að hafa hemil á mér!Beware of the Bear when he tucks in his shirt!

Veit ekki alveg?

http://en.wikiquote.org/wiki/Icelandic_proverbs  Skoðið þetta endilega, er ekki alveg að kannast við öll þessi orðtæki eða hvað þetta nú er!

Daaah!

Er enginn sem vinnur þarna?  Hefur þetta fólk ekkert annað að gera en mótmæla öllum mögulegum og ómögulegum hlutum?  Minni trúarbrögð og meira "common sense" væri mjög eftirsóknarvert!


mbl.is Svíar kallaðir á teppið í Pakistan vegna skopmynda af Múhameð spámanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband