Letin!
13.2.2007 | 19:42
Verð nú bara að skrifa hérna þó innblásturinn vanti, jú það var þetta með trúarofsann í henni frænku minni, hún hélt heila messu meðan hún var hérna hjá mér, var bæði presturinn og organistinn! Söfnuðurinn var Eva og Marian vinkona hennar sem er btw múhameðstrúar og þær voru nú orðnar ansi undarlegar á svipinn þegar presturinn byrjaði að lesa uppúr Gamla Testamentinu, fyndið! Nú svona fyrir utan það þá er ég að vera dálítið mikill stólpi þessa dagana, var á fundi hjá foreldraráðinu á leikskólanum í gærkvöldi (boring) er svo að fara annaðkvöld á fund hjá skólaráðinu í skólanum hjá Ívari og Evu (verður ekki eins boring, hef svo mikið að kvarta yfir) og svo fimmtudagskvöld er foreldrafundur í bekknum hjá Axel, brjálað að gera Svo smá gullkorn svona í restina, ef mín fortíð væri ekki eins og hún er þá væri ég ekki sú manneskja sem ég er í dag svo það er best að vera bara sátt við hana! Fann þetta ekki upp sjálf!
Athugasemdir
Ferðu svo ekki líka í kirkju á hverjum sunnudegi ? Ekki kannski alveg af sönnum trúarástæðurm hingað til, en mér virðist hún Bekka vera að breiða út orðið. Þetta kemur Ekta gull þarna í restina hjá þér !
Jónína Dúadóttir, 13.2.2007 kl. 22:02
Heyrðu heillin,hér er ég.'Eg er fegin að ég gat miðlað þér einhverju.Hmm ég hef ákveðið að prufa þetta blogg dæmi.Bía
Birna Dúadóttir, 14.2.2007 kl. 12:07
Loksins heiðraði Birna okkur með nærveru sinni eftir mikinn hópþrýsting og undirskriftalista...megi Guð blessa hana og varðveita sálu hennar
Jóhanna Pálmadóttir, 14.2.2007 kl. 12:30
Amen
Jónína Dúadóttir, 14.2.2007 kl. 12:53
Mér sýnist að Jóka sé alveg að brillera í trúarlegu uppeldi.Becca verður örugglega prestur þegar hún er orðin stór.Og þú mín kæra ert alger stólpi.
Birna Dúadóttir, 14.2.2007 kl. 15:32
Til hamingju, gott að þú sást að þér og lést undan hópþrýstingnum, það er ok að gera það stundum, aðallega þegar við konur í okkar fjölskyldu viljum eitthvað
Erna Evudóttir, 14.2.2007 kl. 17:26
Strong Icelandic Viking women! UGHH!!! Allar nema Helga systir ykkar!
Jóhanna Pálmadóttir, 14.2.2007 kl. 17:47
Kannski er ég bara svona meðvirk,geysilega vinsælt á Íslandi í dag.
Birna Dúadóttir, 14.2.2007 kl. 19:34
Jónína Dúadóttir, 14.2.2007 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.