Ég get líka unnið!
9.5.2007 | 20:44
Byrjaði að vinna í dag sem var bara gaman, ætla heldur ekki að vera þarna þangað til ég fer á eftirlaun svo þetta er allt ílagi! Nú eins og venjulega þegar ég fer að vinna eitthvað fer allt í steik hérna heima, ég hlýt að vera svona voðalega ómissandi! Man nú alveg sjálf eftir því þegar tengdadóttir Björns fór að vinna á sláturhúsinu á haustin, maður fann ekki einu sinni það sem hékk á nefinu á manni en svona er þetta bara, konur eru greinilega bara ómissandi!
Góða skemmtun og munið bara að það er ekki mikilvægast að vinna heldur bara að vera með
Athugasemdir
Við fundum það bara ekki af því að við vorum alltaf svo vel snýttar góða mín.Annars er mar alveg ómissandi'e get liga unni
Birna Dúadóttir, 9.5.2007 kl. 20:48
Ert þú hjá sama vinnuveitanda og ég Erna mín ? Bara vera með
Jónína Dúadóttir, 10.5.2007 kl. 06:30
Erna mín, bíttu í súrt epli og sættu þig við að þú hefur alltaf verið, ert og verður alltaf : ómissandi
Jónína Dúadóttir, 11.5.2007 kl. 07:52
Mér finnst súr epli vond
Erna Evudóttir, 11.5.2007 kl. 15:25
Þú ert samt ómissandi
Jónína Dúadóttir, 12.5.2007 kl. 06:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.