Rigning aftur!
1.6.2007 | 10:57
Er ekki alveg í réttu landi þessa dagana, skítkallt og rigning í fleiri daga í röð
Og svo til að gera þetta enn betra þá átti ég að vera með Ísak hjá tannlækninum kl. 07.40 í morgun en hann var kominn með hita þegar ég vakti hann svo það varð ekkert úr þvi, fór á fætur kl. 06.00 til einskis og svo á morgun er Ívar að fara að spila í skólafótboltamóti og mæting hjá honum kortér í helv..., nei í átta! Er eitthvað svo voðalega syfjuð þessa dagana, sjálfsagt afþví að ég mæti í vinnuna alveg hálfníu á morgnana, fer að vísu á fætur korter yfir 6, þarf að fara út með hundinn áður en ég fer með Evu í skólann og Ísak á leikskólann og fer kannski ekki alveg nógu snemma að sofa á kvöldin
En nú þarf ég að fara með Ívar til læknis, hann á víst að fá meiri astmalyf! Góða helgi people
Athugasemdir
Nóg að gera hjá þér greinilegaMér finnst gaman að fara á fætur þegar klukkuna vantar korter í helv... "Sjáumst" á sunnudagskvöld/mánudagsmorgun
Jónína Dúadóttir, 1.6.2007 kl. 12:33
Thú ert líka perri Ninna mín!
Jóhanna Pálmadóttir, 1.6.2007 kl. 12:44
Mér finnst nú bara helv gott að vera sofandi á þessum óguðlega tíma sem þú ert að nefna þarna
Birna Dúadóttir, 2.6.2007 kl. 00:34
Meira að segja í útilegum er ég komin á fætur korter í helv....
Jónína Dúadóttir, 3.6.2007 kl. 16:18
Vonandi skein sólin bara á réttláta í Mývatnssveit þeas ykkur
Erna Evudóttir, 3.6.2007 kl. 16:21
Hún gerði það svo sannarlega og ég kom heim með Jóa algerlega óétinn Mýið lét ekki sjá sig þar sem við vorum.
Jónína Dúadóttir, 3.6.2007 kl. 16:36
Hefurðu eitthvað heyrt frá Krítverjum?
Jónína Dúadóttir, 3.6.2007 kl. 16:39
Ekkert heyrt, hún er sjálfsagt svo upptekin af barþjóninum
Erna Evudóttir, 3.6.2007 kl. 19:10
Mér datt eitthvað svoleiðis í hug líka
Jónína Dúadóttir, 3.6.2007 kl. 22:24
Þessi barþjónn hlýtur að vera algert æði, fyrst það heyrist ekkert frá henni ennþá
Jónína Dúadóttir, 4.6.2007 kl. 15:15
Jú mann getur grunað það
Erna Evudóttir, 4.6.2007 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.