Einmana
29.7.2007 | 10:19
Já maður er nú eitthvað einmana hérna á blogginu, frétti af Ninnu einhversstaðar austur í sveitum á einhverju brjáluðu balli eða reyndar tveimur, hefur sjálfsagt dansað frá sér allt vit!
Veit ekkert um Birnu, hef samband við Innra Eftirlitið ef hún kemur ekki bráðum til byggða!
Jóka er sjálfsagt að elda skjaldbökusúpu sem forrétt fyrir kanínusteikina sem hún ætlar að hafa í sunnudagsmatinn
Stundum finnst mér að það séu bara til tvær tegundir af fólki í heiminum, fólk sem reynir að gera sitt besta, þeas reynir að koma vel fram við aðra og gera ekki neinum neitt viljandi og svo hin tegundin sem veður yfir aðra á skítugum skónum og skilur eftir sig sviðna jörð í sinum mannlegu samskiptum og heldur þessu áfram þangað til einhver stoppar þetta lið! En það er nú þannig að þetta er nú ekki alveg svona en það koma dagar sem mér finnst þetta og það er bara allt í lagi! Ég er nú svo heppin að hafa kynnst meira af betri tegundinni, hef bara fullt af góðu fólki í kringum mig og það er rosalega mikils virði! Svona í restina, það er ekki gott veður í mínum útlöndum, bara kalt
Athugasemdir
Ekki segja Jóakim frá þessu með kanínuna...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.7.2007 kl. 11:23
Komin heim af 2 harmonikkuböllum og úr brjálæðislega góðu veðri á Breiðumýri og heim í 16 stiga hita og sól það er sko gott veður í mínum útlöndum núna, skal setja smásól í umslag og senda þér
Jónína Dúadóttir, 29.7.2007 kl. 14:36
Takk Ninna mín, vonandi er þér ekki voða illt í fótunum eftir allan dansinn
Erna Evudóttir, 29.7.2007 kl. 15:04
Ég er ekki mjög mikið fyrir að dansa, tíminn fór að mestu í að hlusta á allskonar harmonikkuleikara þenja hljóðfærin sín
Jónína Dúadóttir, 29.7.2007 kl. 20:23
Liðið þarna með sviðnu jörðina,bara að skjóta það straxHmm illa sagt,kannski.Amk ætti maður ekkert að vera að umgangast svoleiðis fólk.Dettur stundum fyrir tærnar á manni,á maður þá ekki að forða sér.Segir Bía litla
Birna Dúadóttir, 30.7.2007 kl. 18:53
Jú þegar maður er búinn að vaða aðeins yfir það á grútskítugum klofstígvélum!
Erna Evudóttir, 30.7.2007 kl. 22:47
Hverja ?
Jónína Dúadóttir, 30.7.2007 kl. 23:08
Ninni minn,vonda fólkið
Birna Dúadóttir, 30.7.2007 kl. 23:20
Já, ég kveikti allt í einu og ég er hjartanlega sammmmmmmála
Jónína Dúadóttir, 31.7.2007 kl. 07:05
Eða bara að "gefa þeim blóm"
Birna Dúadóttir, 31.7.2007 kl. 16:09
Ekki blóm, kaktus ! Segðu það með blómum þú veist.......
Jónína Dúadóttir, 31.7.2007 kl. 18:20
Þarf nú að fara að láta lýsa eftir þér líka ?
Jónína Dúadóttir, 3.8.2007 kl. 07:45
Ok þá byrjar það,Eeeeernaaa hvaaaar eeeertuuu(kallaði hún eins hátt og hún gat,með angistarsvip á andlitinu)
Birna Dúadóttir, 3.8.2007 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.