Þakklæti

Hef verið að hugsa um í dag hvað ég hef margt að vera þakklát fyrir, hollt að minna sig á það annað slagið!  Ég sit td ekki í hjólastól, ég get búið hvar sem ég vil, börnin mín geta verið í skóla og ég á að borða!  Listinn gæti orðið mun lengri en þetta dugar í bili!  Það er rosalega margt að snúast í hausnum á mér þessa dagana, ýmislegt sem ég þarf að leysa en það er ok ég er ekkert að flýta mér að því, reyni bara að vera í deginum í dag og það virkar fínt!  Heyrði frá einni sænskri skólasystir  minni um daginn og það var gaman, hún er að fara að flytja til Norrköping til að fara að búa með kærustunni sinni og hún er svo hamingjusöm að það er frábært, þessi kona hefur lent í ýmsu um ævina og á virkilega skilið að líða vel!  En núna er föstudagur fyrir verslunarmannahelgi og það er bara gaman, fegin að þurfa ekkert að pæla í hvort ég ætla að fara eitthvað út úr bænum!  Life is life, over and out!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég ætla ekkert út úr bænum heldur, ég ætla að njóta þess að vera heima í rigningunni og hafa það gott Gangi þér vel í pælingunum, þú veist hvar ég er ef þig vantar eitthvað heillin

Jónína Dúadóttir, 3.8.2007 kl. 14:45

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Takk Ninna min og góða skemmtun í rigningunni, hér á nú að fara að hlýna, verður kannski bara ýkt heitt í Gautaborg þegar þið komið þangað góða verslunarmannahelgi á Krít og annarsstaðar

Erna Evudóttir, 3.8.2007 kl. 16:17

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það á líka að vera svakalega gott veður hér EFTIR Verslunarmannahelgina og það yrði nú gaman að fá gott veður í Gautaborg

Jónína Dúadóttir, 4.8.2007 kl. 17:13

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þið eruð aldeilis veðurglöggar konur

Birna Dúadóttir, 5.8.2007 kl. 02:09

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk Birna mín, jú það hefur löngum verið talinn einn af okkar mörgu kostum hversu veðurglöggar við erum

Jónína Dúadóttir, 5.8.2007 kl. 06:36

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ok, nú er kominn tími á að lýsa eftir Ernu systir okkar : Hún er lítil, feitlagin, dökkhærð og á einhvern helling af húsdýrum, þar með talinn slatti af börnum. Hún er illa haldin af krónísku tuskuæði og er einna helst álitið að hún hafi misst sig í algerlega út í það og gefi sér þess vegna ekki tíma til að blogga. Ef einhver verður var við hana, vinsamlegast takið af henni tuskuna og látið hana, Ernu, fyrir framan tölvuna. Takk fyrir

Jónína Dúadóttir, 7.8.2007 kl. 13:30

7 Smámynd: Erna Evudóttir

Ok I am here, bara svo obbboslega heitt hérna, ekki hægt að gera neitt

Erna Evudóttir, 7.8.2007 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband