Algjör æla!
30.10.2007 | 18:34
Fór í dag að kaupa í matinn, sem er ekkert í frásögur færandi, geri það nokkuð oft, hmm borða ég svona mikið eða eru það kettirnir Allavega þá komu Eva og Ísak með sem og oft áður, kannski of oft áður, haltu þig við efnið kona! Svo eiginlega alveg uppúr þurru ælir Eva á gólfið, hún var nýbúin að segja að henni væri óglatt en ekki með þeim látum að ég gerði ekkert í því en svo bara kom gusan! Hvað gerir virðuleg 5 barna móðir þá, hleypur í burtu og kemur aldrei í þessa búð aftur eða leitar uppi búðarstarfsmann og útskýrir fyrir honum á mjög uppeldislega réttan hátt að barnið hafi ælt á gólfið og það vanti eitthvað til að þrífa það upp með, auðvitað gerði ég það og á meðan hann náði í skrúbb og fötu sá ég til þess að enginn dytti nú í sullinu á gólfinu, er konan með stáltaugar eða er konan með stáltaugar? Svo þetta var nú stærsti viðburðurinn í lífi mínu í dag, fyrir utan að ég og hinir Sómalirnir þurfum að fara að mótmæla hitastiginu heima hjá okkur, svakalega kallt í húsinu og virðist ekkert vera að lagast Eigið endilega besta kvöldið hingaðtil
Athugasemdir
Samhryggist
Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.10.2007 kl. 20:20
Æ æ æ Og konan er greinilega með stáltaugar
Jónína Dúadóttir, 30.10.2007 kl. 21:06
Takk fyrir, hef aldrei lent í svona uppákomu áður svo ég er reynslunni ríkari, fer einfaldlega aldrei með börn með mér í búðir aftur
Erna Evudóttir, 30.10.2007 kl. 21:27
Spenna dagsins hefði nú verið að geta talið hversu margir hefðu dottið.Bara svona skítaglotts-hugmynd á þriðjudagskvöldi
Birna Dúadóttir, 30.10.2007 kl. 21:30
Heyrðu Birna ertu að koma með mér á síldarvertíð fyrir austan eða ekki, its now or never, við endumst í ca korter en það verður skemmtilegt korter
Erna Evudóttir, 30.10.2007 kl. 22:08
Má ég koma með ?
Jónína Dúadóttir, 31.10.2007 kl. 07:35
Gerum svona roadtrip úr þessu, myndum slá í gegn
Erna Evudóttir, 31.10.2007 kl. 07:45
Ohhh hvað það yrði gaman, en það er loforð þarna þetta með korterið er það ekki ?
Jónína Dúadóttir, 31.10.2007 kl. 08:26
Jú veit nefnilega að við myndum ekki endast lengur en það
Erna Evudóttir, 31.10.2007 kl. 09:50
Ókídókí hvenær á svo að leggj´ í ´ann
Jónína Dúadóttir, 31.10.2007 kl. 11:58
Bara þegar þið hafið tíma
Erna Evudóttir, 31.10.2007 kl. 20:00
Elllskan mín góða..... við höfum alltaf tíma, það er nú ekki eins og við séum einhverjir vinnualkar
Jónína Dúadóttir, 31.10.2007 kl. 20:07
Nei einmitt, það er alveg deginum ljósara
Erna Evudóttir, 31.10.2007 kl. 21:48
Count me in!!!
Jóhanna Pálmadóttir, 1.11.2007 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.